Andvari - 01.01.1880, Blaðsíða 14
8
Æfi
með fullri sanngirni á skoðanir annara, eða taka ástœður
þeirra nœgilega til greina. Stundum varð einnig mein
að því, að hann var eigi nógu kunnugur högum
almennings á íslandi eða því, hve ólíkt stóð á þar og í
öðrum löndum í ýmsum efnum. Hann þekkti landið
manna bezt af bókum og skýrslum, en síður af sjón
ug reynd, með því að hann ól nær allan þroska-aldur
sinn erlendis. Einkum hætti honum stundum við, að
ímynda sjer mátt og megin lands og lýðs fremur eptir
því, sem mætti vera eða ætti að vera, heldur en því, sem
í raun og veru var.
Með úrskurði Kristjáns konungs 20. maí 1840 var
því heitið, að fulltrúaþing skyldi setja á íslandi og var
þar jafnframt bent til þess, að bezt mundi eiga við, að
það hjeti alþing, væri haldið á fingvöllum og lagað
sem mest eptir hinu forna alþingi; um nafnið vóru allir
á einu máli, en um hin atriðin urðu mjög deildar
skoðanir. Allur þorri manna á íslandi vildi fyrir hvern
mun, að þingið væri á Jnngvöilum, og síra Tómas
Sæmundsson kvað svo ríkt að orði, að það væri hið
sama að taka alþing burtu frá þnngvöllum og að aftaka
það algjörlega. Jón var þessu aptur mótfallinn, og
sagði, að þótt hugur og tilfinning mæltu með þnng-
völlum, þá mælti skynsemi og forsjálni með, að setja
þingið í Keykjavík. Sagði liann, að nauðsynlegt væri,
að í landinu sjálfu væri innlendur stofn (Centrum) bæði
í stjórn, menntum og liandiðnum; ætti sá staður jafn-
framt sjer í lagi að vera samgöngustaður milli Islands
og útlanda. Til slíks aðalstaðar þótti honum Keykjavík
allvel fallin, og kvað það heimsku að hatast við hana,
af því að hún væri mótsnúin þjóðerni íslendinga, þar eð
mönnum væri í sjálfsvald sett með tímanum að gjöra
hana íslenzka. Fyrir því vildi hann draga sem mest
til Reykjavíkur. En einkum þótti honum hentugra, að
hafa þingið í Reykjavík heldur en á þ>ingvöllum, þegar