Andvari - 01.01.1880, Side 62
56
Nokkur orð um
liellir er þeirrar stœstur. Hraunskorpan storknar í
ýmsum myndum; hún er opt, eins og samtvinnuð at'
steinreipum og þráðum, og á henni öldur og gárar eptir
rennslið, en sori, gjall og upp reistar grjótskarir þar
sem hraunið hefir runnið um brattlendi, og því farið
harðara. Aska er eigi annað en smámulið hraun eða
vikur; þar sem liún svífur í stórum skýjum yfir gosinu,
safnast að regnvæta og rafmagn, logar og eldingar
kvíslast gegnum dimmuna, og ógurleg steypiregn koma.
f>á samlagast vatnið stundum öskunni, og stórir leir-
straumar renna í allar áttir, og hylja allt, er fyrir verður.
Svo eyddust borgirnar Herkúlanum og Pompejí á Ítalíu.
Nóttina milli liins 19. og 20. júní 1698 hrundi eldfjallið
Carguairazo í Suður-Ameríku saman, svo að eigi stóð
nema lítið eptir af því; við það komu stórir leirstraumar,
og huldu landið í kring, og í þeim var mergð af smáfiskum,
sams konar sem þeir er lifa í hellavötnum þar. Askan
berst með vindi langar leiðir; í Dyngjufjallagosinu barst
askan þaðan til Norvegs og Svíþjöðar. |>egar jöklar á
íslandi gjósa, bráðnar allt í einu ísinn af þeim, og þá
koma síórkostleg jökulhlaup, er bera með sjer jaka og
grjót, og 'gjöra mikinn usla. Slílc jökulhlaup hafa opt
ótrúlega mikinn krapt. Síra Jón Salómonsson, sóknar-
prestur í Mýrdal (f 1696), lýsir ágætlega Kötluhlaup-
inu 1660. Eptir að mörg vatnshlaup með leir og jaka-
gangi höfðu streymt að og í kring um Höfðabrekku,
ætlaði fólkið, sem þaðan liafði flúið, að hverfa aptur til
bœjarins hinn 9. nóvember, því að þá var veður gott og
vatnslaust að mestu tilsýndar, en í þeim umsvifum
heyrðist til ógurlegs vatnsflóðs og dynjanda, «svo allt
þótti í þessu aðrennsli skjálfa og titra»; þetta hlaup
var miklu meira og strangara, en hin fyrri, svo að það
sópaði burt kyrkjunni, svo að lítið sást eptir, 'og öllum
bænum, svo að þar sást eigi steinn yfir steini, svo sem
þar hefði aldrei hús, veggir eða bygging nokkurn tíma