Andvari - 01.01.1880, Blaðsíða 13
Jóns Sigurðssonar.
7
til leiðar í málefnum íslands. Hann elskaði ættjörð
sína af hjarta, og hafði óbifanlegt traust á framförum
hennar; jafnframt unni hann einlæglega frelsishugmyndum
þeim, er eptir 1830 ruddu sjer meir og meir til rúms;
þaraf leiddi það, að þótt hann kynni flestum öðrum
fremur að meta það, sem einkennilegt var við þjóðerni
íslendinga, þá ljet hann það þó eigi koma sjer til að
halda fast við það, sem úrelt var orðið, eða aptra sjer
frá, að fylgja fram þeim atriðum alheimsmenntunarinnar,
er á íslandi gátu komið til greina. Hann var einarður
maður, er eigi tók það nærri sjer, að tala jafnan það, er
honum bjó í brjósti, en kunni þó vel að stilla orðum
sínum. Hann hafði svo ljósa greind, að hann átti hœgt
með, að gjöra sjer glöggva skoðun um hvert málefni, er
honum þótti nokkuru skipta, og með óþreytandi elju
leitaði hann allra þeirra upplýsinga, er honum gátu að
gagni orðið. Hann var svo mikill kjarkmaður, að hann
ljet aldrei leiðast af fortölum annara, til að breyta
skoðun sinni, nema fyllsta ástœða væri til, og hann
örvænti aldrei um sigur sinn og málefnis þess, er hann
hjelt fram; sparaði hann enga fyrirhöfn til að koma
því áleiðis, en kunni sjer þó svo hóf, að hann fór
sjaldan lengra, en fœrt var. Hann ritaði lipurt, fjörmik-
ið og kjarnyrt mál; einkum lýsir þetta sjer í hinum
fyrstu ritgjörðum hans. Hann var maður mjög vel
máli farinn; rómurinn var hvellur mjög og áhrifamikill,
ef hann talaði af kappi. Svipur hans og viðmót allt
var höfðinglegt, og bar vott um þann krapt, sem almenn-
ingur metur ætíð mikils, og sem vekur bæði lotningu
og traust, einkum þegar allt líf mannsins að öðru leyti
sýnir, að hann á það skilið. Auk þessa var hann í
viðkynningu svo ljúfur og göfuglyndur, að hann hlaut
að iaða menn að sjer, svo að fvrir þá sök gátu þeir
leiðzt til að fylla flokk hans, er annars ljetu sig málið
litlu skipta. Á hinn bóginn þótti hann eigi líta ætíð