Andvari - 01.01.1880, Síða 94
88
Nokkur orð um
komu hraunin 1783, mestu hraun, er nokkurn tíma
hafa upp komið, svo að sögur fari af. í suður-jaðri
Vatnajökuls hafa víða verið eldgos, en upprásir eldsins eru
þar alls eigi kannaðar. Kring um Grímsvatn fyrir
norðan Núpsstaðaskóg verður að vera töluvert af gígum,
því að þar í kring heíir opt gosið bæði við sjálf Grímsvötn
og svo Síðujökul og Skeiðarárjökul; austar er Örœfa-
jökull, sem gosið hefir þrisvar. Fyrir norðan Vatnajökul
eru Kverkfjöli, sem líklega hafa gosið 1867 og 1873;
talað er í annálum um eldgos úr Herðubreið, en húu
er eigi eldfjall og verður það því að vera misskilningur.
I Ódáðahrauni eru Dyngjuljöll, er gusu 1875; sama ár
gaus á Mývatnsörœfum úr Sveinagjá. Við Mývatn eru
ótal eldborgir, en þar hafa á sögutímanum eigi verið
gos, nema frá 1724 til 1730; þá gaus fyrst Krafia, svo
Leirhnjúkur, og um sömu mundir kom upp eldur í
Hrossadal, Bjarnartiagi og skammt fvrir norðan lieykja-
hlíðarsel. Öli ehlfjöll fyrir norðan Vatnajökul stefna í
suður og norður, og líklegt er, að eins sje um þau, sem eru
f suðurjaðri hans. Katla hefir gosið f3 sinnum, Hekla
18 sinnum; Kötluhlaupin 1660, 1721 og 1755 vóru hin
skœðustu, og Heklugosin 1294, 1300 og 1766, en ekkert
gos hefir þó haft eins skaðsamleg áhrif á latid og
lýð, eins og gosið í Varmárdal 1783, Magnús Stephensen
segir, að af áhrifum þess og afieiðingum haíi á íslaudi
dáið ytir 9,000 manna, 28,000 hestar, nærri 12,000
nautgripir og 190,000 sauðfjár. Gosið og hlaupið úr
Örœfajökli 1349 var og mjög stórkostleg; við það eydd-
ust 3 heilar kyrkjusóknir gjörsamlega.
I nánu sambandi við eldfjöllin standa öll hin
gömlu liraun og gígix, er myndazt liafa löngu fyrir land-
námstíð, og varla verður tölu á kornið. Brennisteinsuámur,
leirhverir, hverir, laugar og ölkeldur eru og minjar
gamalla jarðelda, þar sem alis konar gufur á ýmsum
kólnunarstigum koma upp um rifur og glufur í jarðar-