Andvari - 01.01.1880, Side 25
Jóns Sigurðssonar.
19
til að taka það til meðferðar, og kvaðst því mundu segja
honum slitið.
Nú urðti tíðindi. 1 því bili, er konungsfulltrúi
sagði: oog lýsi eg þá yfir í nafni konungs», greip Jón
Sigurðsson fram í og mælti: «má eg biðja mjer hljóðs,
til að forsvara aðgjörðir nefndarinnar og þingsins».
Forseti svarar: nnei». Lauk þá konungsfulltrúi máli
sínu og sagði: «að fundinum er slitið». Jón stóð jafn-
skjótt upp og mælti: «þá mótmæli eg þessari aðferð».
Um leið og konungsfulltrúi gekk þá úr sæti sínu, mælti
hann: »eg vona, að þingmenn hafi heyrt, að eg hefi
slitið fundinum í nafni konungs». Jón Sigurðsson
svaraði þá: «og eg mótmæli í nafni konungs og þjóð-
arinnar þessari aðferð, og áskil þinginu rjett til að klaga
til konungs vors yfir lögleysu þeirri, sem hjer er höfð
í frammi». iíisu þá fundarmenn upp og sögðu flestir í
einu hljóði: «Vjer mótmælum allir». þ>ví næst var
konunginum óskað heilla og síðan gengið af fundi.
Daginn eptir var samið rœkilegt ávarp til konungs
samkvæmt nefndarálitinu; settu 36 fundannenn (af 43)
nöfn sín undir það, og kusu þrjá menn, til að fara með
það á fund konungs. Til þess var Jón Sigurðsson
kjörinn fremur öllum öðrum, og svo Jón Guðmundsson,
ritstjóri Þjóðólfs, er siðar varð, og Eggert sýslumaður
Briem, eu haun fór eigi, þar eð hlutaðeigandi amtmaður
kyrrsetti hann. í auglýsingu konungs 12. maí 1852 var
öllu því ueitað, sem um var beðið, og sagt, að kröfur
ísleudinga um vald, til að ákveða skatta og fieira, væru
bæði heimildarlausar, og mundu eigi verða íslandi nema
til óhamingju; jafnframt var svo á kveðið, að allt skyldi
standa, sem verið hefði fyrst um sinn, og kosningar til
alþingis fara fram aðnýju; en stjórnin ritaði stiptamt-
manni, að þeir embættismenn, er ritað höfðu undir
ávarpið, fengju eigi leyfi til að vera á alþingi, og ýndi
þeim að öðru óvingun síua.
2*