Andvari - 01.01.1880, Blaðsíða 31
Jóns Sigurðssonar.
25
erindsrekann er ráðgjafi í Kaupmannahöfn, sem
hefir hið œðsta vald yfir málum Islands, næst konung-
inum. fetta atriði tók Jón meðal annars fram í rit-
gjörð, er hann ritaði um stjórnarskrána í Andvara 1874,
en að öðru leyti hjelt hann því máli eigi frekar fram.
Kláðamálið kom fyrst fyrir á alþingi 1857.
Jón var þá forseti, og fylgdi þeirri skoðun, að rjettara
væri, að útrýma fjárkláðanum með lækningum, en með
niðurskurði, og þá skoðun aðhylltist stjórnin. Jón sá
þegar, að það var eigi rjett, er nokkurir báru fyrir, að
kláðinn væri ólæknandi í sjálfu sjer, og þess utan þótti
honum niðurskurður mjög ísjárverður, ef svo kynni að
vera, sem hann var hræddur um, að kláðinn út breiddist
eigi að eins af sóttnæmi, heldur kœmi og upp við vonda
hirðingu. Hann áleit enn fremur, að það væri mikið
kostnaðarminna, að lækna, en aö skera niður og halda
verði; þótti honum, sem lækningarnar mættu vera fuli-
tryggilegar, ef yfirvöld og bœndur legðust á eitt rneð,
að framfylgja þeim dyggilega og allt fje liefði nákvæma
hirðingu. Mótstöðumenn lækninganna sögðu aptur, að
þetta væru eimnitt þau skilyrði, sem vöntuðu; málið
kallaði brátt að, og því yrði að fara eptir þeim ástœðum,
er fyrir hendi væru, en þessum ástœðum var Jón eigi
svo kunnugur, sem óskanda hefði verið. 1859 var
Jón kvaddur til að vera erindsreki stjórnarinnar á ís-
landi í máli þessu, ásamt prófessor Tscherning. Á þingi
um sumarið var Jón eigi kosinn forseti; vildu þingmenn
sýna honum með því, hve mjög þeim mislíkaði skoðun
fians í þessu mikla velferðarmáli. Jón lagði sig mjög
fram um, að fá þingmenn og aðra til að fallast á
skoðanir sínar, en það varð árangurslaust. Tók almenn-
ingur Jóni mjög illa upp þessa stefnu fians1); sögðu
') Til dœmis má nefna vísu þessa (úr kvœði eptir Gísla prest
Thórarensen):