Andvari - 01.01.1880, Blaðsíða 72
66
Nokkur orð um
er liafa misst öll lífsefni, og hafa orðið að steini í
staðinn, en hafa þó sína upprunalegu mynd hjer um bil
óbreytta. Stundum sjást að eins för í steinum eptir
þá, stundum finnast þeir heilir og lítt skaddaðir. Stein-
runnar skeljar finnast á íslandi, t. d. í Hallbjarnar-
staðakambi á Tjörnesi, við Fossvog, Leirárvoga, í
Grímsnesi og víðar; þær eru að eins í þeim bergteg-
undum, er vatn og lopt hafa myndað, en aldrei í hinum
eldbrunnu krystalkenndu steinum. Steingjörvingar eru
aðal-leiðarvísir jarðfrœðinga, til þess að ákveða aldur
jarðlaganna, því að mynd og eðli þeirra er misjafnt eptir
lögum þeim, sem þeir liggja í, svo að margar tegundir
einkenna sum jarðlög og finnast hvergi annars staðar.
Menn hafa sjeð, að því dýpra, sem lögin liggja, því
ólíkari verða dýra og jurta steingjörvingar þeirra þeim
dýrum og jurtum, er nú lifa, og að í elztu eða neðstu
lögunum eru ófullkomnustu skepnurnar.
. Hjá öllum þjóðum hafa menn frá upphafi haft
alls konar getgátur um m y n d u n j a r ð a r i n n a r, er hafa
verið mismunandi eptir menntunarstigi þjóðanna, en
það er fyrst á hinni seinustu liálfu öld, sem menn hafa
fyrir hjálp og tilstilli vísindauna getað gjört sjer nokkurn
veginn áreiðanlega hugmynd um byggingu og myndun
jarðarinnar frá byrjun.
Vissan um það, að jörðin og jarðstjörnur reuna í
sporbaugum kring um sólina, leiddi menn fyrst á þá
skoðun, að allt sólkeifið hefði einu sinni verið sainan-
hangandi heild, en þá í gufulíld, líkt og þokustjörnur
þær, er víða sjást á himninum. þ>að var heimspeking-
urinn Kant, sexn fyrstur kom með þessa kenningu, en
stjörnufrœðingurinn Laplace fullvissaði menn um, að
svo væri, með reikningum sínum og athugunum, og enn
liafa menn eigi fundið neitt, sem geti haggað því.
Eptir ætlun hans sveif sólin og allar pláneturnar sem
ein kúla fyrst í gufulíki í geimnum. Sökuin liita-