Andvari - 01.01.1880, Blaðsíða 180
174
Um aldatal
fornum mánaðanöfnum þjóðverja, er Einhard fyrst segir
frá í æfisögu Karlamagnúsar (k. 29) og telr þannig með
samanburði við rómversk nöfn:
Januarius......... Wintarmánöth.
Februarius........ H o r n u n g.
Martius........... Lenzinmánötb.
Aprilis........... Ostarmánöth.
Majus............. Winnemánöth.
Junius............ Brachmánöth.
Julius............ Hewimánöth.
Augustus.......... A r a n m á n ö t h.
September......... Widemánöth.
October........... W i n d u m m á n ö t li.
November.......... Herbistmánöth.
Deeember.......... Heilogmánöth.
Er í öllum þessum nöfnum mikill skyldleiki við
vor mánaðanöfn eða hugmyndir þær, sem við þau eru
bundin, en árskipanin er önnur. Eins er og um fornár
Grikkja og Babylonsinanna, því það eru ei einu sinni,
sem áðr hefir verið getið, sólarár, heldr «bundin
mánaár» með 30 og 29 daga mánuðum á víxl, eðr alls
354 dögurn, þó þeim þjóðum að vísu líka væri hið
almenna 365 daga ár kunnugt; en «bundin» eru ár
þessi kölluð vegna þess, að mánuðunum æfinlega þó er
haldið í hér um bil réttum skorðum við árstíðirnar
með því sem optast þriðja livert ár að auka inni heilum
tunglmánuði. Oss eru lcunnug mánaðanöfn margra
grískra þjóða, en hér skal að eins getið Aþenumanna
og ártals þeirra, sem menn vita einna mest um. t>að
er líkt í þeirra ári og voru, að það hófst hér um bil
einuin ínánuði eptir sumarsólstöður og eru mánaða-
nöfnin þossi. 1, Hekatombaion. 2, Metageit-
nión. 3, Boedromion. 4, Pýanepsión. 5,
Maimakterió n. 6, Poseideon. 7, Gamelión.