Andvari - 01.01.1880, Blaðsíða 37
Jóns Sigurðssonar.
31
hennar, er margar mikilvægar upplýsingar eru fólgnar í.
Hann samdi lýsingu yfir nokkurn hluta af handritasafni
Árna Magnússsonar, sem er óprentað; er það mikið verk
og vandað mjög. Árið 1848 var hann kosinn til skrif-
ara í tjeðri nefnd í stað Finns Magnússsonar, og var
það jafnan síðan til dauðadags.
Fyrir hið norrœna fornfrœðafjelag vanu hann einnig
allmikið, og gaf út fyrir það 1. og 2. bindi af íslend-
ingasögum (1843 og 1847); vóru þær útgáfur vandaðri
og betur úr garði gjörðar, en áður vóru dœmi til á
slíkum bókum. Hann tók þátt í útgáfu þess í <'Anti-
quités russes» (1850—1858); og bjó undir prentun
fyrir það riddarasögur nokkurar (Trójumannasaga og
Bretasögur (1848 og 1849), Játvarðar konungs saga
(1852) Ósvalds konungs saga (1854)). fess utan samdi
hann ritgjörðir nokkurar, sem prentaðar eru í ársriti
fjelagsins. Árið 1841 fór hann til Svíþjóðar, og var
Ólafur Pálsson, er síðast var prófastur að Melstað, með
honum. Ferð þá kostaði fornfrœðíifjelagiö og sjóður
Árna Magnússsonar, og var erindið, að rannsaka íslenzk
handrit í skjalasöfnunum í Stokkhólmi og Uppsölum.
í Svíþjóð heppnaðist Jóni að finna ýms íslenzk handrit,
er eigi vóru áður kunn. Hann samdi og nákvæma
skrá yfir öll íslenzk handrit í Svíþjóð, og var útdráttur
af því síðan prentaður á sœnsku. Árið 1847 var hann
kvaddur í ritnefnd fornfrœðafjelagsins, og í 18 ár var
hann skjalavörður þess.
Hið danska «Vísindafjelag» gafútmikiðverk «Regesta
diplomatica historiæ danicæ» (1847 — 1870); átti Jón
töluverðan þátt í því, og rannsakaði í því skyni á liinum
yngri árum sínum hið konunglega leyndarskjalasafn.
Hið íslenzka bókmenntafjelag er það vísindafjelag,
sem Jón hefir látið sjer mest um liugað. jþað var
eitthvað hið fyrsta, er liann vann í þarfir þess, að hann
1839 útlagði fyrir ]>aö æfisögu Franklíns, og var það