Andvari - 01.01.1880, Blaðsíða 148
142
Um aldatal
menn hinir fornu höfðu þó og þegar nokkuð veðr af
þessu, og hafa þeir óefað leiðst til fyrst að taka eptir
því, af því að^þeim gat ei alveg dulizt á löngum árafresti,
að munrinn á uppkomu hundastjörnunnar rétt fyrir sól
á vissum tilteknum degi og upphafi vaxtarins í Níl,
sem æ er bundinn við árstíðirnar og ferð sólar norðr og
suðr um miðbaug ár hvert, breyttist þó og jókst,
þó um lítið væri, á hverju ári. þeim datt nú í liug,
að sá snúningr alls himinhvolfsins, sem þeim líka fannst
verða að valda þessu, mundi fullkomnast á jafnmörgum
Öóþisöldum og árin væru- mörg í einni Apisöld eða
mánaöld þeirra, það er að segja á 1461 X 25 = 36,525
egyptskum eða 36,500 júlíönskum árum, og kölluðu svo
þá hina miklu öld einn hoimsaldr. I upphafi þeirrar
aldar töldu þeir, að heimssköpunin hefði fullkomnazt og
þá hefði alit verið í réttri röð og reglu og á sínum
eiginlega samastað um miðsumar1), stjörnur, sól og
máni, er þaðan hefðu hafið göngu sína, og því kölluöu
þeir miðsumarsdaginn, eða hinn longsta dag, «fœðingar-
dag alheimsii, og héldu þá líka Nílarhátíð sína til þess
að fagna vextinum í ánni, er þá og hófst. Svo hefir'
talið Maneþó liofgoði í Ón, er Grikkir kölluðu Helio-
poiis (Sóiarborg), og stýrði hann þar höfuðhofi um daga
hinna fyrstu grísku konunga á Egyptalandi, Ptolemæos
‘) Iif rétt er snúið orðunum í fornriti einu egyptsku, þá héldu
þó og smnir að iieimssliöpunin iiefði iiafizt um iniðvetr eða
skemmsta daginn, er myrkrið er mest, og má vel koma því
saman við hina skoðunina, að hún hafi fyrst verið fullkomn-
uð um hásumar. þar segir svo (smbr. Uhlemann,
Ægypt. Alterthumslcunde IV, 154); «á, þeim degi, er lík
Fönix er lagt í gröf í Heliopolis, síðasta daginn í
mánuðinúm Mechír, fœðingardag alheims*. En
Mechír var hinn sjötti mánuðr, er náði fram að vetrarsól-
hvörfum, nema hér sé talið eptir breytilegu ári og þá
óvíst livar hann var í sóiarárinu, er þetta var ritað.