Andvari - 01.01.1880, Blaðsíða 17
Jóns Sigurðssonar.
11
sjóðsins væri rjett gjörður, þá mundi minnstu muna,
að hann stœðist kostnað þann, er um var að rœða,
J>að var annað tilefni til þess, að Jón fór að gefa fjárhag
landsins sjerlegan gaum, að konungur hafði 1840 látið
í ljósi, að hann vildi, að Ísland bæri sig sjálft, en
stjórnin taldi, að því þyrfti þá að leggja 15,000 rd. úr
ríkis-sjóði. Ljet hún í ljósi, að ráðstafanir rnundu verða
gjörðar til þess, að tekjur landsins jöfnuðust við útgjöldin;
mátti við því búast, að nýr skattur yrði lagður á landið,
og 1 því skyni var farið að undirbúa nýtt jarðamat, er
síðan fór fram. Á hinn bóginn kvað Jón (1843) mega
leiða rök að því, að þótt öllu væri sleppt sem á undan
væri farið, þá stœðist hjerumbil á tekjur landsins og
kostnaður, ef rjett væri reiknað. Auglýsti hann á hveiju
ári þau atriði úr ríkisreikningunum, er ísland snertu,
og tók jaínframt fram þær athugasemdir við þá,
er honum þóttu nauðsynlegar. Fór snemma að bera á
þeim skoðunum Jóns á fjármálum íslands, er síðar
komu glöggvar fram. fað var og af hvötum hans, að
til hins fyrsta alþingis komu bœnarskrár víðsvegar að
um fjárhag landsins og um upplýsingar, er snertu
hann. Árið 1848 gat Jón hrósað því, að hinir árlegu
reikningar landsins væru farnir að verða greinilegri en
áður; var þá farið að telja ýmislegt með tekjum þess,
sem hann hafði bent á, og sem eigi hafði áður verið
tekið til greina; og eigi var f'ramar talað um, að gjöra
neinar nýjungar til þess, að landið bæri sig sjálft. 1850
ritaði Jón allmilda ritgjörð um málið, en eptir það lá
það niðri, þangað til eptir 1860, svo sem síðar verður
getið.
Verzlunarlögin vóru það mál, er almenningi á
íslandi þótti einna mest um vert. og lagði Jón mikinn
hug á, að fá þeim breytt. J>ótt einokunarverzlunin væri
aftekin 1787 og verzlunarfrelsi rýmkað nokkuð smám-
saman, þá lágu enn mikil bönd á verzlun íslands.