Andvari - 01.01.1880, Síða 198
192
Um aldatal og tímatal.
hversu lítið þarf þó til, að svo verði? Af því að réttr
tunglmánuðr er talinn aðeins 22 sekúndum oflangr að
tali Kallippos, er Alexandríumenn fylgdu, þá raskast tungl-
komur um einn dag á hverjum 310 árum, og þar með
páskahald, ef ei er leiðrétt, sem Hipparchos þegar hafði
stungiðuppá eða síðan var gert iGregorslímatali(L.Ideler
Handb. d. Chronol. I, 236). En enn ljósara er þó þetta
um rétt sólarár. «.Hinn mesti stjörnufrœðingr fornaldar,
Hipparchos, segir L. Ideler, taldi sólhvarfsárið enn
6 ' 24 " oflangt» (1. c. I, 64), og nú vita menn, að sjálft
liið gregoríanska ár er (365 d. 5 st. 49'12 ") einum 24 "
oíiangt. Sýnist þetta að vísu ei mikið, en «safnast
þegar saman koma sopar þínir, Olöf mín», og þessar
24 " gera þó það, að á löngum tíma munar um marga
daga. «Bœti menn ei úr þessu, þá verðr munrinn á
36,000 ára jafnmikill frá réttu og hann var 1582 (þ. e.
10 dagar). En ef að júlíönskum árum væri talið, þá
mundi á þeim tíma páskahald hafa fœrzt nær því um
allt árið» (l. c. II, 305).
Sýnir þetta dœmi eitt, liversu mjög það, er í fyrstu
virðist að eins smátt, þó í raun og veru er mikils um
varðandi. En stjörnuhimininn með leiðarstjörnu, vagni
og Lokabrennu liöfum vér æ fyrir augum, hversu skakkt
sem svo talið er á jörðu um stund. Getum vér því
leiðrétt tal vort hvenær sem vera skal, ef að eins ei
athyglið vantar, og megum vera glaðir, sem Ormr Barr-
eyjarskáld kvað:
cHvegi er Draupnis drógar,
dís, ramrnan tó ek vísa,
sá ræðr, valdr, fyrir veldi
vagnbrautar, mér fagnar».
«hvar sem svo að himna drottinn, er stýrir vagnbrautar
veldi, fagnar oss». Skyldi mér og þykja vænt, ef eg
hefði getað leitt athuga manna í þá stefnu með því, er
hér hefir verið sagt.