Andvari - 01.01.1880, Blaðsíða 178
172
Um aldatal
Hitt er miklu ólíklegra, að báðir hafi, svo geysilangt
hvor frá öðrum og margar þjóðir á milli, er annað tal
höfðu, fundið upp alveg hið sama án þess að vita
nokkuð hvor til annars! Segja mætti og, að það sé ei
víst, að einmitt hið sama ártal, sem enn er haft á
íslandi, hafi nokkurn tíma og verið almennt um öll
Norðrlönd eða með öðrum germönskum þjóðum, en
margt lýtr að því, að svo hafi þó í raun og veru verið,
þó rök verði nú ei fœrð fyrir því hér til hlítar. Skal þó
geta þess eins, að mánaðanöfnin <■ þ>orri» og «Góa» eru
enn höfð að nokkuru leyti með Svíum, Dönum og Norð-
mönnum, þó þau séu heldr afbökuð og mánuðirnir
sjálfir úr réttum stað fœrðir. Vita menn og að Gotnar
höfðu nafnið «Jj u 1 ei s» um einn vetrarmánuð sinn, en
það svarar alveg til þess, sem Engilsaxar kölluðu
«Geola» (og höfðu bæði fyrri og seinni oGeola»),
eða vors «Ýlis», og á náskylt við orðið «j ó 1», sem
upprunalega ei merkir annað enn «glaum» og «gleði»
og er líka enn haft í þeirri merkingu í skáldskap, eins
og það líka í sjálfu sér er af sömu rót sem að «ýla»,
eða á latínu dulularen1). Er og ei ófróðlegt, að setja
hér enn til samanburðar hið engilsaxneska ár eða mán-
aða-tal, eptir því sem Beda prestr hefir skýrt frá því
í «aldafarsbók» sinni eða ritinu «De temporum
naiionen , cap. 13, þó hér verði að sleppa mörgu
merldlegu, er hann bœtir við um einstaka mánuði.
Sumt liefir hann og misskilið nokkuð, en eptirtektavert
er, að liann segir skammdegisnóttina hafa verið kallaða
•mœðra nótt». Var það eptir «9 mœðrum» Heim-
dallar eða öðrum gyðjum? Eða hið sama sem «miðs-
vetrarnótt» var, er Ari fróði segir hafa verið kallaða
«höggunótt» í heiðni og þá haldin «jól» í upphafi
') «Jól» með «jólasveinum» og «jólabokkum» svara uppruna-
lega alveg til Saturnalia Kómverja og miðsvetrar Dio-
nysiáka Grikkja.