Andvari - 01.01.1880, Blaðsíða 160
154
Um aldatal
höfðu það frá upphafi, því þeir skiptu mánuðum sínum
í tugi (decades), og ei heldr Rómverjar, er töldu eptir 8
dögum í senn (nundinum), og er því sólaröhl vor eigin-
lega byggð á samanblöndun hugmynda allra þessara
þjóða. Líklegast er, að hún hafi einnig fyrst verið
tíðkuð á Egyptalandi, því bæði er það víst, að margt í
hinum eldri kyrkjusiðum hefir frá fyrstu myndazt þar,
og eins vita menn líka, að vikutalið varð snemma al-
mennt þar, þó það fyrst að eins væri viðhaft af þeim,
er með stjörnuspár fóru. J>ar við bœtist, að á 28 ára
talinu bryddir einnig fyrst, þó á annan hátt sé, hjá
egyptskum múnkum tveim og árbókahöfundum í upphafi
5- aldar e. Kr , er samtíða vóru Theophílus patríarka
í Alexandríu, er nefndr hefir verið, Panodoros og
Aníanos. |>eim var vel kunnugt egyptskt og baby-
lonskt tímatal fornt, og vildu þeir nu reyna að koma
því saman við biblíuna með ýmsu móti, t. a. m. með
því að telja hin elztu ár þeirra ei annað enn mánuði,
og á þann hátt stytta liið óvenjulega langa heimsaldrs-
tal. |>eim mistókst nú þetta, sem von var, en þó er
margt eptirtektavert hjá þeim og ei sízt það, sem
slœðzt hefir inn úr eldri hugmyndum Egypta eða annara
fornþjóða. Merkilegast er þó það, að Aníanos skiptir
öllu sinu tali í aldir, sem 532 ár eru í hverri, því hér
kemr einmitt fyrst fram sú öld, sem bæði sólaröld og
tunglöld sameinast í og endrnýjast. Er ei ólíklegt um
egyptskan mann, að í þossu tilliti hafi einnig vakað
fyrir honum hugmyndir um hina fornu «Fönixöld'i og
um endrnýjun allra hluta, er hann samdi ,tímatal sitt.
Hefir hann aldatal sitt með heimssköpun 5501 f. Kr.,
eins og Panodoros, og telr svo 11 aldir til 351 e. Kr.
En um Krists burð sjálfan ber þeim það á milli, að
Aníanos telr hann 8 árum seinna, ef ei er þar einhver
villa í tímatali hans, svo sem frá því er sagt.
þessi 532 ára öld er sú, sem í upphafi var getið,