Andvari - 01.01.1880, Blaðsíða 141
og tímatal.
135
þó þeir síðnn kœmnst að og vissu vel, að enn vantaði
nær því V* dags í rétta árslengd. fetta hið sama hafa
og hinir fornu Bahylonsmenn, er mjög vóru talvísir,
orðið að vita snemma, þó að þeir í daglegu lífi teldu
sem annað semítskt fólk eptir mánaárum, er þeir að
eins jöfnuðu við og réttu eptir sólarárinu með því af
og til að auka inn í einum mánuði, því að það bera binir
nákvæmu stjörnu- og tunglmvrkva-reikningar þeirra, er
menn enn þekkja nokkuð til, ljósastan vott um. Sönn
saga þeirra nær nú og fram yfir 2458 f. Kr., það ár,
sem Berósos sagna höfundr þeirra (c. 300 f. Kr.) telr
áreiðanlegar sagnir frá með upphafi Meda konunga; og
hefir fróðleikr um allt þetta aukizt mjög síðan ráðnar
hafa verið fieygrúnirnar á fornmenjum í rústum Ninive
og Babylonar, eins og það mest hefir efit þekkinguna
um Egyptaland hið forna á þessari öld, að menn geta
nú iesið þær helgirístur (Meroglýfur), er þar finnst nóg
af. Af Egyptum og Babylonsmönnum eða Kaldeum,
sem spekingar þeirra almennt eru kallaðir, tóku Grikkir
við, og áttu þeir líka þeim mun hœgra með það, sem
þeir höfðu iagt undii’ sig ríki hinna og sezt þar í forn
fróðleiksbú. En að dœmum Grikkja fóru síðan Kómverjar,
er J úlí us Cæ s a r leiddi það ártal í lög, 45 árum f. Kr.,
er síðan breiddist út um alla Norðrálfuna og enn er
haft hjá öllum kristnum þjóðum. Við J. Cæsar
er það því síðan kennt, og það ár, er hann skipaði fyrir
um að telja skyldi 365 daga að lengd vanalega, og'að
eins fjórða hvert ár leiðrétta eptir réttu sólarári á þann
hátt, sem alkunnugt er, með því að auka þá árið um
einn dag (hiaupársdaginn) í stað þess V4 dags hér um
bil, sem annars vantar á árlega, er því enn þann dag í
dag kallað «hið j ú líanska ár». J>etta ár er að vísu ei
enn alveg rétt, því árslengdin er eiginlega ei fullt svo
mikil, en að eins 365 dagar, 5 st, 48', 48", og gerir það
dagsmun, er oflangt verðr á 128—129 árum, svo að