Andvari - 01.01.1880, Blaðsíða 83
jarðfrœði.
77
lifði af jurtum; lvyleosaurus með brynju af beinplötum
var um 24'; mosasaurus yfir 20'. Af fiskum vóru þá
til margir líkir þeim, er nú lifa, t. d. laxar, geddur og
hákarlar. Af ammonshornum margvíslcga löguðum var
þá til mikill sœgur og ýms lieiri undarlega sköpuð
lindýr.
IV. Á hinni nýrri öid (tertíera eða kainozóiska
tímanum) er rnargt farið að breytast frá því, er áður
var; plönturnar eru nú flestar hinar stœrri tvífrœblaðaðar,
og meðal dýranna hafa spendýrin yfirráðin. Dýr þau
og jurtir, er áður vóru, eru nú farin að fækka. Á þessum
tímum vóru eptir ætlun margra jarðfrœðinga mörg og
stór gos og eldsumbrot, er komu til leiðar, að fiestir
stórfjallgarðar jarðarinnar og ýms lönd risu úr sæ, og
önnur mynduð af stöðuvötnum á víxl, svo að hækkanir og
lækkanir á yfirborði jarðarinnar hafa þá verið tíðar.
Jarðskorpan er nú orðin mjög þykk, og hinn innri jarð-
hiti náði nú eigi til að verka til muna á yfirborðið, svo
að nú verða menn fyrst varir við, að mismunur sje á
loptslagi á ýmsum hlutum jarðarinnar, og hitinn misjafn
eptir gangi sólarinnar. Áður liafði alstaðar verið jafn-
heitt sökum ofsa-hitans innan að. Loptslag er nú orðið
betra en fyrr, ef því að gufuhvolfið er orðið hreinna; hinir
þjettu gufumekkir, er huldu jörðina framan af, vóru eigi
hollir hinum œðstu liryggdýrum, en nú kemur fram
mikill fjöldi þeirra. Jurtaríkið verður fegurra til að
sjá, skógarnir vóru áður dimmir, þöglir og óvistlegir,
eú er allt hulið blómskrauti og fuglakliður við hverja
tjörn og í hverjum runni. Ammonshornin eru nú alveg
horfin. Tertíera tímabilinu er vanalega skipt í þrennt:
eocene, miocene og plioceno1).
1. Eocene (af ius morgunroði á grísku og y.cn vós
') Suvnir skipta því í fernt, og skjóta oligocene inn á milli
eocene og miocene.