Andvari - 01.01.1880, Side 43
Jóns Sigurðssonar.
37
að húsi því, erhannbjó í, og fluttu honum flokk tvítug-
an (eptir Matthías Jochumsson); þar var þetta upp-
haf að:
cSnillingur snjalli
Snilld þína skyldi
Lofsælum leyfa
Ljóðstöfum þjóð».
Alþingismeun Ijetu taka af honum stóra olíumynd,
en ungir námsmenn í Kaupmannahöfn ljetu steinprenta
mynd af honum. þeir ljetu og taka mynd af honum í
gipsi, er síðan var höggvin út í marmara. Gjörði það
norskur myndasmiður, er Bergslien heitir. Marmara-
myndin var síðan send til íslands, og var ætlað, að láta
hana standa í alþingissalnum. Sem vottur um þakk-
læti íslendinga vóru honum á þingvallafundinum 1873
ákveðin laun um sinn af sjóði þjóðvinafjelagsins. Á
þjóðhátíðarfundinum á þingvöllum 1874 var ákvörðun
þessi ítrekuð, jafnframt því, sem fundurinn ritaði honum
þakkarávarp fyrir það, sem hann hafði unnið að stjórnar-
bót þeirri, er þá var fengin. þegar alþing kom í fyrsta
sinni saman með löggjafarvaldi 1875, þá vóru samþykkt
í einu hljóði í báðum deildum lög, um að veita honum
í «heiðurslaun» 3200 kr. á ári æfilangt, og staðfesti
svo konungur þau. þurfti þjóðvinafjelagið þá eigi lengur
að launa honum. það má og tclja sem vott um virð-
ingu manna, að hann var forseti alþingis 10 sinnum, nfl.
1849, 1853, 1857, 1865 og svo jafnan síðan. Var hann
í hvert skipti kosinn nálega í einu hljóði. 1855, 1861
og 1863 kom hann eigi til þings. Á þjóðfundinum var
hann fyrir þá sök eigi kosinn forseti, að fundarmenn
þóttust eigi mega missa hans, til að hafa orð fyrir sjer.
Hin síðari árin var hann venjulega eigi kallaður annað
en forseti.
þess er áður getið, að Jón naut mikils ástfósturs í