Andvari - 01.01.1880, Blaðsíða 77
jarðfrœði,
71
sjávarbotninn; fyrst var eigi annað af dýrum, en hin
lægstu slimdýr, ormar og mar-glyttur, en síðan nokkurar
krabbategundir og nokkur lindýr mjög ólík þeim, er nú
lifa. Af kröbbum vóru þá algengastir trílóbítar, er svo
eru nefndir, þríliðaðar skepnur með stórum samsettum
augum eins og á skorkvikindi, svo að þeir gátu sjeð allt í
kring um sig í einu.
2. Devónska. tímabilið er svo nefnt eptir
Devónsskíri á Englandi. þ>á var jarðargróður orðinn
nokkuð meiri, og ýmsar landjurtir orðnar til, en allar
vóru þær meðal liinna einföldustu. Ómerkilegustu
mosategundir vóru algengastar, svo og gorkúlur, því
að eptir eðli loptsins, sem þá var, gátu eigi þrifizt aðrar
jurtir en þær, sem böfðu mjög gljúpa og stórgjörða.
livolfabyggingu. Ein af hinum hæstu plöntum, er þá
lifðu, var stjörnublað (asterophyllites), blómlaus planta
með mörgum blaðkrönsum, er menn eigi glöggt vita
livar á heima í jurtaröðinni; eina tegund af jafna hafa
menn og fundið frá þeim tíma. Á þessu tímabili komu
fyrst fram hryggdýr að nokkurum mun, mjög undarlega
skapaðir fiskar, þaktir brynju og beinplötum og með
sneiddan sporð, eins og háfar og hákarlar hafa. þ>á
fundust og stórar, aflangar, keilumyndaðar skeljar með
mörgum hólfum (yoniatidæ, orthoceratidce); menn halda
að í þeim hafa búið dýr nokkuð skyld smokkfiskum
þeim, sem nú á tímum eru svo algengir, því að sumir
nú lifandi hafa slík híbýli, t. d. nátílus, er lifir í Ind-
landshafi. pá fundust og krossfiskar og svo sæliljur;
þau dýr eru föst á löngum liðuðum stilk, hafa langa
arma og munninn mitt á milli armanna; þau eru eigi
ósvipuð iiljum til að sjá.
3. Stein kola.-tímabilið kemur þessu næst;
það dregur, sem kunnugt er, nafn afplöntuleifum þeim,
9r þá urðu að steini, og geymdust til gagns og nota
fyrir eptirtímann. Loptið vnr þá ákaflega heitt og