Andvari - 01.01.1880, Blaðsíða 197
og tímatal.
191
það við Ara fróða og lesi nú betr hvað hann liefir sagt,
enn hann mun áðr hafa gert.
Lýk eg svo við kafla þenna og bið menn afsaka,
þótt heldr stuttlega hafi orðið yfir flest að fara. Margt
er það í sögu lands vors, er leiðrétta þyrfti, en þeir eru
fáir, sem að því vinna og eigi heldr margir, sem hirða
um að gæta þess. Vaxa svo villur koll af kolli, uns
þær eru orðnar svo magnaðar, að ósvinna þykir, að hreifa
við þeim, og hefir svo æ verið. Villurnar eru gerðar
að kappsmáli og varðar af afli, en sannleikrinn á örðugt
uppdráttar.
Eg er við því búinn, að sumir muni segja, að margt
af því, sem hér hefir verið talið að framan, sé «óskyldr
fróðleikr», að minnsta kosti fyrir alþýðumenn. En eg
get þó ei verið á því fyrir fram, því íslenzkir alþýðu-
menn hafa margsinnis sýnt, að við þá má miklu fremr,
enn í öðrum löndum, tala um þau mál, er annarstaðar
helzt eru talin lærdómsmál að eins. «Stjörnuspekingrinn
í þ>órormstungu», sem Björn Gunnlaugsson kallaði, sýndi
það og síðast, að enn eru þeir bœndr á Islandi, er unna
og kunna að meta þann stjörnufróðleik, er þó var miklu
almennari þar í fornöld. Og þetta er heldr ei undar-
legt, því hvað getr fremr lypt huga manna yfir daglegt
strit og stríð á jörðu, enn í einveru og nætrkyrrð að
taka eptir stjörnuhimninum og gangi himintungla, er
æ heíir verið hinn sami að óbifanlegum lögum ftá alda-
öðli, hversu margt annað sem svo hefir breyzt í veröld-
inni. Mannkynssagan öll verðr á þann hátt ei nema
lítið augnablik í ómælandi tíma, og hvað er þó háleit-
ara, enn að hugsa til þess, að þær hinar sömu stjörnur,
sem fyrir öndverðu litu yfir jörðina, áðr enn nokkur saga
hefst, og hinir fyrstu menn svo ófullkomlega töldu tíma
sinn eptir, þær eru enn hinn sami óbrigðuli og einasti
rétti stundavisir í heimi, er með sífelldri kyrrð og ró
sýnir hve rétta skal, ef eitthvað raskast í ártali? Og