Andvari - 01.01.1880, Blaðsíða 151
og tímatal.
145
Sóþisaldir og síðan goðbornir fornkonungar ogkappar; en
upphaf sannra sagna hefr hann ei fyrr ennmeðMenes,
er fyrst stýrði Egyptalandi einn, 3555 egyptskum árum
fyrir fráfall Nektanebos, síðasta innlends konungs
af Egypta ætt, eða 3892 árum f. Kr. og 479 árum fyrir
enda 25. Sóþisaldarinnar. Vantar þar ei nema 21 ár
uppá 500, og virðist af því svo sem hann þá og hafi
talið enda Fönixaldar og upphaf nýrrar, en það verðr
mjög nærri upphafi Alexanders mikla, er fyrstr lagði
undir sig Egyptaland af Grikkjum.
það er nú vitaskuld, að mikið af'þessu er ei nema
hugarburðr í sjálfu sér, en þó er sumt í því og merki-
legt í marga staði, einkum vegna þess, að það hefir svo
lengi loðað við og margt þaðan jafnvel flœkzt inní það
aldatal, sem kristnir menn enn liafa. En þó Egypta-
landsmenn þannig að öllum líkindum liafi lagt grund-
völlinn, þá komust þó Kaldear síðan lengra í öllu því,
sem að réttu tímatali lýtr og stjörnufrœði, og frá þeim
er það helzt líklegt að sú tunglöld sé upprunalega
komin, er enn er höfð. Egyptalandsmenn studdust í
uppliafi mest við hinn vissa ársvöxt í ánni Níl, sem var
og enn er þeirra landi svo eiginlegr, og af stjörnum
tóku þeir einkum að eins eptir hundastjörnunni; en Ba-
bylonsmenn höfðu nákvæma eptirtekt á öllum stjörnum
og himintunglum, og vöktu til þess um nætr, einkum í
hinu hágnæfanda og mikla Belshofi, er Nebukadnezar
síðast hafði byggt upp, og sama er að segja um Assýra,
einkum í Ninive. Kaldear — en svo vóru, sem getið
hefir verið, að minnsta kosti á seinni tímum frœðimenn
og liöfðingjar Babylonsmanna kallaðir — þekktu rétta
árslengd og að líkindum einnig framsóknina eða breyt-
ingu vorstaðarins, umferðatíma merkisstjarna og margt
annað. Svo er að sjá, sem þeir og fyrst hafi skipt sól-
braut og miðbaugi í 360 mælistig, svo að 30 væri í
hverjum tólftungi eins og 30 dagar í mánuðinum og
Andvari. 10