Andvari - 01.01.1880, Blaðsíða 183
og tímatal.
177
sem þeir, verða Norðrlandabúar síðast að hafa
fengið ársskipun sína. Næst fyrir norðan Persa
og Meda voru Ermir, íberar, Parþar, Sarmatar og
Skýþar, er sanna má að Reiðgotar hafi átt viðskipti við
þegar á öldunum fyrir Krist, eins og líka við nýlendur
Grikkja fyrir norðan Svartahaf. Minjar þessa koma fram
í Eddukvæðunum, í Hervararsögu og Örvar-Odds, sem því
allt er merkilegra, enn ýmsir halda, og svo víða annar-
staðar, þó hér verði nú ei farið lengra út í það mál.
Eystri leið fóru Norðmenn líka mjög snemma norðan
um Bjarmaland og svo ofan eptir stóránum Don og
Wolga suðr til Svartahafs og Kaspíska hafsins, og ber
allt að hinu sama, að nóg var tilefni til að kynna sér
ártal Persa eða nábúa þeirra. Verðr það að nœgja hér
að svo stöddu, að benda á þetta, en til frekari leiðbein-
ingar fyrir þá, sem sjálfir kunna að vilja rannsaka málið
nokkuð frekar, skal eg þó enn bœta dálitlu við um
sjálfa ársskipun Persa. Jjeir hefja ár sitt sem Babylons-
menn um vor, en hafa sem Egyptar og íslendingar 12
mánuði þrítugnætta og svo 5 aukadaga, er þeir æ láta
fylgja 8. mánuðinum, sem að því tali mundi svara til
Gormánaðar hjá oss. Enn ár sitt leiðrétta þeir á þann
hátt, og skilr í því á við Egyptalandsmenn og aðra, er
töldu rétt sólarár 365l/é dags, að þeir söfnuðu dags-
fjórðungunum saman í 120 ár og skutuþá inn í heilum
mánuði í einu, þó ei æfinlega í sama stað í árinu, heldr
einum mánuði seinna í livert skipti. Leiddi af því, að
aukamánuðrinn, er í upphafi fylgdi fyrsta mánuði ársins
og bar líka hans nafn eins og æfinlega síðan þess mán-
aðar, er hann þá fylgdi og var tvítekning af, var á 120
X 12 eða 1440 árum kominn í kring um allt árið eins
og fyrsti ársdagrinn á Sóþisöld Egypta. Kynni vel að
vera, að Norðrlanda-búar hefðu og einhvern tíma á fyrri
öldum haft líkan ársauka, því að minnsta kosti sýnist
nafnið Tuímánuðr að benda til, að sá mánuðr hafi
12
Amlvari.