Andvari - 01.01.1880, Page 15
Jóns Sigurðssonar.
9
litið væri á störf þess og fyrirkomulag, því að hanu vildi
fyrir hvern mun, að þingið yrði lagað eptir fulltrúaþing-
um erlendis, en eigi eptir hinu fyrra alþingi (sem sje:
á einveldistímanum), og lagði t. d. mikið á móti, að
það hefði nokkur afskipti af dómsmálum; hann taldi
það því nauðsynlegt, að það væri á þeim stað, þar sem
hœgast væri, að fá skýrslur allar og upplýsingar, og þar
sem hœgt væri, að ná til prentsmiðju. Ritaði hann í
1. og 2. ári Fjelagsritanna rœkilegar greinir um alþing,
nauðsyn þess, ætlunarverk og fyrirkomulag. Fjdgdi
liann skoðun sinni fast fram, og var það án efa fyrir
tilhlutun hans, að fyrirkomulag alþingis var að mestu
ákveðið samkvæmt óskum hans, að öðru en því, er
snerti kosningar-rjettinn; þessu leitaðist Jón síðan við
að breyta, og tókst það svo, að eigi var nema tvisvar
kosið eptir hinum fyrri kosningarlögum.
fá er fyrst var kosið ti! alþingis 1844 var hann
kosinn alþingismaður í ísafjarðarsýslu, og var liann
endurkosinn þar jafnan síðan, meðan hann lifði.
Áður en alþingi kom saman í fyrsta skipti hafði
Jón ritað um það, að tilhlýðilegt væri, að það væri
haldið fyrir opnum dyrum. Um þetta atriði var ekkert
ákveðið í alþingistilskipuninni, en menn óttuðust, að
það yrði eigi leyft. Tóku þingmenn sig þá saman um
að óska þess, og var því síðan hreyft í byrjun þingsins.
En konungsfulltrúi tók þvert fyrir, og varð stórorður
mjög, minnti menn á einveldi konungs, og gaf í skyn,
að hann mundi segja þinginu upp, ef slíku væri farið
fiam. Bannaði þá forseti, að iara fleirum orðum um
það mál. Sýnir þetta, hver andinn var á þeirri tíð, er
svo hart skyidi vera tekið á jafnmeinlausri ósk. Á
öðru þingi eptir var þetta orðalaust veitt.
Skólamálið var eitt af þeim málum, er mikils
þóttu verð um þessar mundir, og hafði það verið tekið
fram í ávarpi því til Kristjáns konuugs, sem áður er