Andvari - 01.01.1880, Blaðsíða 92
86
Nokkur orð um
rasser) upp eptir, sem árnar síðan hafa grafið sjer farveg
í gegnum; þetta er eptir rannsóknum Kjerulfs bæði
leifar eptir framburð jöklanna og eptir hækkun
landsins smátt og smátt við kippi, því að víða má sjá
fjöruborð á hinum neðri stöllum. í dölunum á íslandi
má og sjá margt þessu líkt, og það í sambandi við
steinrunnar skeljar sýnir, að landið hefir hækkað síðan
á ísöldinni; að það hækki enn í dag sumstaðar en lækki
annars staðar, er líklegt, þó að það sje eigi sannað með
rannsóknum. Á ýmsum stöðum hafa grjótgarðar eða
öldur jöklanna stíflað dali, og svo hefir myndazt vatn
fyrir ofan, þegar jökullinn bráðnaði; svo eru ýms vötn
á íslandi til orðin; sumstaðar ná slíkar jökulöldur út í
sjó, kringja nærri fyrir fjarðarmynni og mynda ágætar
hafnir. — Á tímunum, síðan ísöldin var; hefir og margt
orðið til þess að breyta landslagi, ár hafa gralið sig
niður og borið fram leðju, mýrar hafa myndazt og mór
o. m. fl.
pað þarf eigi annað, en að líta á landsuppdrátt
Bjarnar Gunnlaugssonar til þess að sjá, að þvert yfir
landið gengur breitt belti af hraunum og eldfjöllum.
f»ó má sjá þrjá aðskilda hraunfláka, Snæfellsneshraunin,
Keykjaness- og Hekluhraun, og Ódáða- og Mývatnshraun.
Hver af þessum hraunflákum fyrir sig hefir sín eldfjöll,
er virðast standa í nánu sambandi livert við annað. í
þeim landshluta, er telja má til Snæfellsneshrauna, hefir
að eins eitt gos orðið, síðan land byggðist, þá er Borgar-
hraun brann fyrst á landnámstíð, en þar eru mörg eld-
vörp og gígir. Við Heklu- og Reykjanesshraun má sjá,
að fjöll og ár glufur og gjár hafa vísa stefnu, nefnilega
fra suðvestri til norðausturs; stendur það í nánu sam-
bandi við eldgosin, landskjálflana og myndun landsins.
Fyrir norðan Vatnajökul í Ódáðahrauni og við Mývatn
má sjá, að þar stefna fjöll og gígaraðir, gjár og ár frá
suðri til norðurs, og stendur það í nánu sambandi við