Andvari - 01.01.1880, Blaðsíða 137
Svía.
131
dönskum manni, Vitus Bering, sem í byrjun fyrri
aldar fór ýmsar rannsókna-ferðir fyrir Rússastjórn um
höfin við norðausturodda Asíu. Bering dó þar á
eyjunni 1741; þangað liafði hann nýlega komizt af
skipbroti. Á Beringseyjunni búa hjer um bil 300
manna; þeir lifa mest af selaveiðum; 50—100,000
eyrnarsela eru drepnir þar árlega. feir Nordenskiöld
dvöldu þar 5 daga, mest til þess að rannsaka dýralífið,
sem þar er að mörgu merkilegt. f>ar var fyrrum grúi
af refum, sem fóru eins og logi yfir akur og átu allt,
sem ætt fannst og tönn á festi; nú eru þeir miklu
færri. Við strendurnar eru otrar og ýmsar selategundir.
Á Berings tímum var þar á eyjunni undarlegt dýr, sem
kallast barkardýr (rhytina Stelleri); það var eptir
sköpulagi síuu eins konar millumliður milli þykkskinn-
unga (fíla og tapíra) og hvala. Húð barkardýrsins var
mjög þykk og mórauð á lit, eigi ólík eikarberki; dýrið
var 35 feta langt og vóg 5000 fjórðunga, það lifði af
þangi. pegar Bering og náttúrufrœðingurinn Steller
vóru þar, var aragrúi afþessum dýrum við streudurnar,
en nú finnast þau eigi, á öldinni sem leið var skutlaður
fjöldi af þeim, og af því dýrin vóru spök, þá tókst
mönnum fljótt að eyða þeirn. Húð barkardýrsins var
höfð í báta, úr einni há fengust tveir 20 feta langir, 7
feta breiðir og 3 feta djúpir bátar. Beringseyjau er
eldbrunnin, þar eru mörg vötn og ár fullar af silungi
og laxi. Sævarbotninn þar í kring er alvaxinn geysi-
stórum þangplöntum, þar eru stórir skógar neðan sjávar
af 60—100 feta háum þönglum og þörum, sem ótal
fiskar og selir leika sjer í.
Hinn 19. águstmán. hjelt Vega frá Beringseyjunni,
stefndi til Japan og kom 3. september um kvöldið til
borgarinnar Jokahama. í Japan var þeim tekið fegins
hendi, menn þóttust þá úr helju heimt ltafa og raf-
segulþræðirnir báru gleðifregnina um uppgötvun norð-
austurleiðarinnar út um allan heim. Tvö gufuskip
9*