Andvari - 01.01.1880, Blaðsíða 184
178
Um aldatal
einhvern tíma verið tvítekinn lijá oss og gat það þá ei
verið í öðru skyni. Mánaðarnafnið Æ/i«mánuðr sýnist
og að benda til, að vort ár hafl einhvern tíma verið
byrjað með vorinu eins og svo víðar annarstaðar, og
verðr þá skyldleikinn við ártal Persa1) enn auðsjáanlegri.
Set eg það því og hér að lokum ásamt mánaðanöfnunum2),
ef nokkurum kann að þykja fróðlegt að sjá það í heild
sinni:
1. Ferwerdin....... 30 dagar,
2. Ardbehesclrt... . 30 —
‘) Eitt dœmi til þess, hve líkt ýmislegt heíir verið með Forn-
persum og í vorum sijgum og átrúnaði, er enn það, að í
helgiritum þoirra er svo skoðað, sem stjörnurnar aliar séu
einn her, eins og menn rnuna, að í biblíunni er opt talað
uni sól og mana og allan «himinsins her» a sama hátt.
Persar sögðu, að fjórar stórar'stjörnur, Taschter, Satevis,
Venand og Haftorang, stýrðu þessuin her, ein í austri,
önnur í vestri og svo hinar suðr og norðr, en herinn allan
sögðu þeir 486,000 að tölu (Anqu e til-Dup err on,
Zendavesta II, 349, Paris 1771, og Bailly, Histoire de
l’Astronomie, Paris 1775—87). Er þetta því eptirtekta-
verðara, sem hér kemr enn frarn hin merkilega tala, er áðr
hefir verið mest um rœtt, því annaðhvort er rangskrifað í
stað 468,000 eða tölunni má skipta í 432,000 + 54,000,
og eru þáhértaldir 8 með hverjum sveitarforingja, þar sem
með Gotnum og á Norðrlöudum voru 12. Stjörnuher þessi
er auðsjáanlega einherja-tal Persa, og sú trú hefir og verið
með fornþjóðum, að stjörnur kviknuðu og sloknuðu á himni
eptir því sem menn fœddist og dœu, svo hver ætti eiginlega
sína stjörnu þar. Stúlka, sem alizt hafði upp í Sveinsþorpi
(Svenstrup) í Hjarrandasýslu á,.Vendli fyrir norðan Lima-
fjörð hefir sagt mér, að þessa trú hafi enn sumt fólk þar og
víðar á Jótlandi.
-) þau eru eiginlega nýpersnesk og munar ei svo lítið frá hinum
eldri er réttu eru í Zendavesta. En til þess verðr hér ei
tekið tillit nema við 7. mánuðinn, því þar er Míþras Irið
eldra og réttara nafn.