Andvari - 01.01.1880, Síða 126
120
Norðurferðir
fljótsins Ob. Strendur Síberíu eru hjer norður eptir
mjög óvistlegar, nærri alveg graslausar sljettur og sandar;
klaki þiðnar aldrei algjörlega úr jörðu, enda hafast
hjer engir við nema einstöku Samojeðar á víð og dreif.
Vega stefndi nú austur í Dicksonshöfn og hjelt sjer
töluvert frá landi sökum grynninga, þó er hjer eigi hætt
við að útnorðan stormar reki skip á land, því að stórar
rastir útaf íijótamynnunum ýta frá landi. Hinn 6. ágústm.
komu þeir til Dicksonshafnar og dvöldu þar 4 daga til
rannsókna, en Fraser og Express hjeldu upp eptir Jen-
issej. Frá Dicksonshöfn var ferðinni haldið áfram norður
með landi og fundu þeir þar ýmsar nýjar eyjar. Hjer
fóru þeir fyrst að taka eptir því, að landabrjef þau, er
gjörð vóru á fyrri öld eptir rannsóknum þar eystra, sem
fyrr var getið, vóru mjög ónákvæm, og ströndin eigi rjett
sett, fyrr en fyrir austan mynnið á Kolyma. Óvíða var
sjávardýpt til greind á þessum landabrjefum, og þá
skakkt. þ>eir ijelagar urðu því að mjaka sjer áfram með
mestu varúð, til þess að sigla eigi upp á grynningar,
sker eða flúðir; djúpið var stikað einu sinni á hverri
klukkustundu, en þegar grynnkaði mjög, var litill gufu-
bátur sendur á undan til rannsókna. Mesta djúp, er
þeir fundu á þessari leið, var 70 faðmar; það var fyrir
austan Tjeljuskinhöfða.
|>egar þeir komu norður undir Tjeljuskinliöfða, fóru
þeir að hitta hafís og þoku, er ávallt fylgir honum.
ísþokan í norðurhöfum er geigvænlega svört; fram með
ísbreiðunum stendur hún í svörtum veggjum, svo að eigi
sjer stafna á milli á skipinu, og má nærri geta, að þar
muni þurfa varúð við að hafa, þar sem ótal fjallháir
hafís-jakar berast um ókyrran sæ, rekast á með hvellum
og braki og mundu mola allt, er á millum væri. Stundum
dregst þokan frá eins og tjald, og þá glitra sólargeisl-
arnir á ótal hvítum ísturnum og tindum með himin-
bláum sprungum og gljúfrum í milli. Hinn 14. ágúst