Andvari - 01.01.1880, Síða 163
og timatal.
157
fyrsta ári tunglaldar, svo annað árið í henni varð þá
að vera hið fyrsta eptir Krists burð. Upphaf sólar-
aldar og tunglaldar verðr því ei heldr samfara fyrr enn
4 tuuglöldum síðar, eða 76 e. Kr., en þá var aptr hœgt
þaðan að hefja nýja páskaöld hina miklu um 532 ár
uns báðum öldum aptr bar saman. þJví er þess og
getið í fornritum íslenzkum, að þá hefist «gamla öld«,
og höfðu menn að dœmum Díonýsíuss og Beda búið sér
til skrá yíir allar tunglkomur á hinum næstu páska-
öldum, svo langt niðr sem hver vildi, er þeir kölluðu
utalbyr ði ng», líklega af því að öllum tölum var þar
skipað í réttri röð sem á byrðing eða þær þar inn-
byrðar, svo nafnið er heldr laglega tilfundið. þ>ví er
það og svo orðað í líímbeglu um upphaf hinnar miklu
páskaaldar, að þá «hefst talbyrðingr». Hinn mikli
frœðimaðr Jos. Scaliger (f 1609), er sannlega má
segja um, að sé liöfundr liinnar nýjari tímatals-
frœði, og Chr. Bunsen eins með fullum rétti hefir kallað
«jötun í öllurn fróðleiki, tók nú eptir því, að eins og
menn hefðu myndað páskaöldina miklu sér til mikils
hœgðarleiks úr tveim öðrum almennum öldum, eins
mætti og enn mynda miklu stœrri öld úr öllum þeim
öldum, er helzt kœmu fyrir í fornritum og á miðöld-
unum. Taldi hann þá eptir, að upphaf skattalda róm-
verskra og hinna tveggja, er mynda gömlu öld, fer saman
4713 ár f. Kr., og fann síðan með því að margfalda
gömlu öldina með árafjölda skattaldarinnar þá hina
miklu reikningsöld, er nær yfir 7980 ár og í sér einni
innibindr allar hinar sögualdirnar. Hún er kölluð liin
•júlíanska ö 1 d» (Periodus Julianus), af því að í henni
er talið eptir júlíönskum árum sem í hinum, og er mjög
nytsöm fyrir þá, er við sögulega rannsókn fást, allrahelzt
frá elztu tímum, því þá er gott að hafa fást og áreið-
anlegt tal til undirstöðu í stað liins óvissa og marg-
breytta «frá sköpun veraldar». Mætti á íslenzku kalla