Andvari - 01.01.1880, Blaðsíða 193
og tímatal.
187
mundar konungs er alveg víst 870, og það eitt getr
verið efasamt, hvort Avi rneð orðunum «í þann tíð»
meini einmitt sama árið, eða að eins hér um bil um það
leyti. Til þess að neita þessu, þarf annað enn uppá-
standið eitt, og einasti vegrinn til þess að komast að
nokkurri vissu um það, er þá að rannsaka, hvað Ari
segir fleira að þessu lútandi eða vér vitum með fullri
vissu annarstaðar að.
fað er áðr sýnt, hversu nákvæmr Ari var og hve
ágæta heimiidarmenn hann hafði til þess að geta vitað
rétt tímatal að minnsta kosti fram að upphafi lögsögu
Hrafns Hængssonar 930—31. En nú segir Ari einmitt
enn í íslendingabók (k. 3): «svá hafa oc spakir menn
sagt, at á Ix vetra yrþi ísland albygt, svá at eigi væri
meirr síþan, því nær tók Hramn lögsögo Hængssonr
landnámamanns, næstr TJlfljóti, oc hafþi XX sumur;
hann vas ór Kangárhverfi; þat vasLX vetrom eptir
d r á p E a d m u n d a r c o n u n g s, vetri eþa tveim áþr
Haraldr enn hárfagri yrþi dauþr, at tölo spacra manna.
J>órarinn Ragabróþir, sonr Óleifs hjalta, tóc lögsögo
næstr Hramni, oc hafþi önnur xx, hann vas borgfirþscr».
Hér er, sem augljóst er, ekkert efunarmál um, að Ari
telr upphaf íslands bygðar einmitt 60 árum fyrir 930,
en það er tvímælalaust 870 e. Kr., dauðaár Játmundar
konungs hið rétta, og er þar með sýnt, að hinn ágæti
sögumaðr með orðum sínum «í þann tíð» alls ei meinar
noina óvissu eða «hér um bil», heldr beinlínis árið 870
sjálft og ekkert annað. Sú óvissa, sem hann lætr í
ljósi um dauðaár Haralds hárfagra, kemr því við, en
engu öðru. Með þessu er nú því eiginlega fullsannað,
að Ari hali talið upphaf íslands bygðar, en það er hið
sama sem útferðarár Ingólfs hið síðara, til þess árs, sem
nú hefir verið sýnt og eg því hefi sett í næsta árs
almanaki (1881), en það sannast enn svo margfaldlega
af því, sem vér annars vitum um aldr Haralds hár-