Andvari - 01.01.1880, Blaðsíða 188
182
Um aldatal
Himna töldu þeir níu1) og heima eins, en í heimi
hverjum einn «ívið» og «íviðju», og er hér sama hug-
myndin sem hjá Grikkjum um «hamadryades». Svo vill
vel til, að Plútarch (De defectu oracul. X, 11) segir
gamla Hesíód i einu kvæði sínu hafa talið svo: «9manns-
aldrar eru krákualdr, 3 krákualdrar hjartaraldr, 3 hjart-
araldrar hrafnsaldr, 9 hrafnsaldrar fönixaldr, og 10
fönixaldrar einn íviðjualdr». Verðr þetta að vísu
miklu meiri aldr, enn hjá oss (sbr. Almanak f»jóðvfél.
1877, 39): «mannsaldrar þrír í arnaraldri, arnaraldrar
þrír í elgsaldri, elgsaldrar þrír í eikaraldri, eikaraldrar
þrír í öld hinni gömlu» — en hugmyndin er þó hin
sama. Við níutalið er, sem alkunnugt er, mörg trú
bundin og í nafnaþulum í Snorra Eddu segir, «öld er
áttatíu». Er ei ólíklegt, að það, sem útlendir rithöf-
undar samtíða segja frá um blót mikil í Hleiðru og
Uppsölum í heiðni níunda hvert ár, er blótað var «99
mönnum og jafnmörgum hestum, hundum og hönum
eða haukum», líti til einhvers aldatals, er menn t. a. m.
leiðréttu ár sitt í heiðni á 9 ára fresti sem Forngrikkir,
annaðhvort við tunglárið eða rétt sólarár. Ellefu vóru
þau epli, er Skírnir bauð Gerði, og í níu nætr átti
Freyr að bíða hennar. «Bjarnar nótt» heitir líka
vetr, en Björn er einnig fórsnafn og lýtr að því, að
menn töldu ár jafnt einum sólarhringi goða svo að
vetrinn var nóttin og sumarið dagrinn, eins og dagar
álfa og dverga sumstaðar vóru miðaðir við ný og nið
‘) í útg. A. Megn. nefndarinnar af Snorra Eddu, er i vísunni
þar sem nöfn himna eru talin (I, 592), orðinu sá breytt í
þ á, svo meiningarleysa verðr. Handritið hefr því alveg rétt,
og á aðeins svo að skilja, að hinn neðsti himin hefir sjálfr
þrjú nöfn eptir breytingu útlitssins, vindbláinn, heið-
yrnir og hreggmíinir. Annars yrðu himnarnir 11, sem er
þvert á móti öllu hinu, er í sömu vísu segir.