Andvari - 01.01.1880, Blaðsíða 90
84
Nokkur orð um
tegundum, er bera ýms nöfn eptir krystalmynd sinni
(algengast er chabasít, desmín, heulandít og scolezít,
mjög sjaldgæft epistilbít, að eins við fyril, Berufjörð og
Eyjafjörð). Um myndun blöðrusteina eru menn eigi á
sama máli. — Trachýt af ýmsum tegundum finnst
víða, optast í hvössum fjallatindum eða göngum, er
brotizt hafa upp um móbergs- og blágrýtislögin; það er
vanalega ljósleitt á lit, og fjallatindar úr því sjást opt
langan veg. Eitt hið einkennilegasta og fegursta trachýt-
fjall á íslandi er Baula við Norðurárdal. fegar menn
bera saman stöðu og stefnu trachýttinda íslands, þá
má sjá, að röð þeirra er eptir vísum reglum, og gengur
opt jafnhliða við, glufustefnur þær, sem einkenna eld-
fjöllin. — í mestum hluta íslands eru stór og þykk
móbergslög, sem bæði eru mynduð af eldfjalla-
ösku og sandi, og svo af því, er sjór og vötn hafa
molað úr basalt- og trachýtijöllunum. Aldur þessara
móbergslaga í hlutfalli til hinna annara bergtegunda
verður eigi ákveðinn enn sem komið er, mest sökum
þekkingarleysis; blágrýtis- og móborgslög liggja alla vega
á víxl, og við þau þarf nákvæmari rannsóknir en hingað
til hefir orðið við komið. í móberginu á íslandi eru
mjög opt (eða nærri allt af) molar af mógulri, vaxgljáandi
steintegund, er heitir palagonít; hana hefir Sartorius
von Waltershausen fyrstur fundið, en hann og Bunsen
liafa eigi verið á eitt sáttir um myndun hennar. Mó-
berg liggur undir jökulflákunum uppi í landinu, og er
nálega allt miðbik landsins eigi annað en móberg, er
eldfjöllin hafa brotizt í gegnum. í móbergslögunum
finnst eigi óvíða surtarbrandur og «brúnkol» með plöntu-
leifum frá miocene (við Hreðavatn, Brjámslæk, Stein-
grímsQörð og víðar). Jónas Hallgrímsson og Japetus
Steenstrup hafa safnað nokkuru af þeim, en Oswald Heer
í Ziirich hefir lýst þeim. A þeim tíma hlýtur ísland
að hafa verið ofan sjávar, — þó að menn haldi, að mesti og