Andvari - 01.01.1880, Page 99
jarðfrœði.
93
af því hafa fundizt ósködduð lík í klaka í Síberíu, eins
og af loðna nashyrningnum (rhinoceros tichorhinus).
Fyrst fundu menn þar eitt heilt og lítt skaddað dýr um
1800, en síðan hafa menn fundið fieiri. Mammúts-
dýrið var á stœrð við vanalegan fíl og líkt að sköpu-
lagi; það hafði mjög stórar höggtennur bognar aptur
á við og var kafioðið, með stóru faxi. Bein af þessu
dýri hafa fundizt mjög víða um alla Evrópu í stór-
hrúgum. Enski dýrafrœðingurinn Owen rannsakaði t.
d. 3000 mammútsjaxla. Hnútur og bein þessara dýra
hafa opt orðið tilefni til ýmsra æfintýra og munnmæla,
því að á miðöldunum hjeldu menn aimennt, að það væru
risabein, og ótal bœkur og bœklingar vóru ritaðir um
þau. Sumir af risum þessum áttu að hafa drukknað í
Nóaíióði o. s. frv. Árið 1789 gengu mikiir þurrkar;
þá báru prestar í Saint Vincent á Frakklandi með
sálmasöng og bœnum armiegg af helgum manni í prósess-
íum um götur og torg, tii þess að fá regn frá himnum, en
regnið kom ekki, sem varla var von, því að armleggur
þessi var eigi annað en lærleggur af mammútsdýri.
Grikkir og Rómverjar hjeldu, að bein þessi væru af
hálfguðum og risum. Heimspekingurinn Leibnitz sá
árið 1669 höggtönn úr mammút, er fannst á þýzka-
landi, og sagði að það væri horn af einhyrningi, en
einhyrningar hafa aldrei verið til. Slík bein vóru og
opt fyrrum notuð til lyíja. fegar Cuvier sýndi fram
á, að bein þessi væru af fílstegund, þá komu ýmsir
fornfrœðingar með það, að það væru að eins bein úr
fílum þeim, sem Hannibal hafði með sjer á herferðnm
sínum; en þeir hefðu þá orðið að vera furðu margir,
svo að menn sáu brátt, að enginn fótur var fyrir þeirri
getgátu. Frá Síberíu er árlega fiutt mesta mergð af
fílsbeinum og tönnum; á eyjunum fyrir norðan Síberíu
í Ishafinu eru stór lög af mammútsbeinum. Kínverjar
hafa ýmsar sögur, er sýna, að mammútsdýr hafa verið