Andvari - 01.01.1880, Blaðsíða 186
180
Um aldatal
í rústum iSiníve og Babylónar o. s. frv., að ein grein
þessa kyns, er næst á skylt við Magýara, var þegar meir
enn 3000 árum f. Kr. svo herská og voldug, að þeir
höfðu herjað suðr um Kákasusfjöll og stofnað þar mitt
á meðal semítskra og þá þó óefað miklu menntaðri þjóða
þau hin miklu fornríki, er semítskir Assýrar og Babyl-
onsmenn síðan réðu. Er svo að sjá, sem þeir hafi smátt
og smátt blandazt við þjóðir þær, er þeir höfðu lagt
undir sig og tekið upp mál þeirra og menntun, og er
þá hœgt að skilja, hvernig assýrskr og babýlónskr fróð-
leikr með því móti einnig gat fœrzt lengra norðr til
frænda þeirra Finna. Er þetta ein hin merkilegasta
sögulega uppgötvun vorrar tíðar, ef rétt er skilin og ei
öllu snúið öfugt á þann’hátt, sem enn má sjá í tíostum
bókum, að telja úralskt kyn eldra í löndunum milli
Evfrat og Tigris1), því þá verðr allt miklu óskiljanlegra
og óeðlilegra. Úralskrar ættar vóru og Húnar þeir, er
mestan usla gerðu um þjóðflutninga tímann og ráku
Gotna undan sér vestr eptir, og frá þeim teija enn
Magýarar sig að nokkuru leyti komna. Hafa þeir og í
máli og siðum haldið mörgu, er finnskum þjóðum var
eiginlegt frá fornu, og get eg um það vísað til ágætrar
bókar eptir ungarskan mann2), þar sem einnig er stutt-
lega sagt frá um ársskipun þeirra og mánaðatal. Skiptu
þeir ári sínu, sem getið hefir verið, í 13 mánuði og 28
daga í hverjum, svo þeir verða frá upphafi, ef allt þetta
er fornt, að hafa haft hreint sjödagavikutal í mánuðum,
') það heldr Jul. Oppert, er fyrst með mesta skarpleika fann
finnsku og madjarisku skyit mál á elztu steinristum þeirra
landa, og honum fylgja enn flestir. Sú skoðun, sem her er
höfð, kemr hvergi svo hreint og beint fram, en nóg eru rök
til, að hún ein sð rett.
2) Paul Hunfalvy, Ethnographie von Ungarn. Budapest 1877.
Smbr. lielzt það, sem segir s. 169—72.