Andvari - 01.01.1880, Blaðsíða 35
Jóns Sigurðssonar.
29
brýndi hann fyrir œönnum, hver nauðsyn væri á, að
bœta jarðir sínar, efla búnað sinn, auka útveg sinn og
vanda vörur sínar. J>ótt rit hans uin þetta, t. d.
Fiskibókin, Varningsbókin o. fl., sjeu, sem von er til,
eigi byggð á fullnœgjandi þekkingu á einstaklegum
atriðum, þá má þó í þeim finna margar mikilvægar
bendingar, og þau bera vott um þann einstaka áhuga,
er hann hafði á framförum íslands í öllum greinum. Af
söm u ástœðu hafði hann manna mest mætur á öllum skýrslum
um landshagi á íslandi, en ókunnugleiki hans olli því,
að hann mat skýrslur þessar meira, en þær eru verðar.
Að verzlun og viðskipti væru sem frjálsust, þótti honum
mikið undir komið; kvað hann það meira vert fyrir
bœndur, að leitast við, að hafa sem mest aflögum af búi
sínu til verzlunar, en að reyna að búa svo að sínu, að
menn kœmust af, ón þess að eiga teljandi viðskipti við
aðra. Jón leitaðist mjög við, að örfa menn til allskonar
fjelagsskapar og samtaka, og var það eigi að eins til
þess, að hverju einstöku máli yrði betur ágegnt, lieldur
öllu fremur til að vekja og glœða fjelagsandann yfir
höfuð og allt þjóðlegt líf; í sama skyni hvatti hann
menn mjög til að halda fundi og samkomur í hjeruðum.
J>ótt hann einatt ámælti almenningi fyrir, að eyða
óskynsamlega efnum sínum, þá þótti honum þó vænt
um, að menn legðu nokkuð í kostnað til þess, er gat
verið til prýðis og gjört lífið ánœgjusamlegra. Honum
var mjög í móti skapi, að menn leituðu til yfirvalda
með það, er honum þótti menn vel geta gjört sjálfir, t.
d. að útvega nœga aðflutninga á korni. Brýndi hann
fyrir mönnum, að þeir þyrftu sem mest að eiga undir
sjálfum sjer, treysta kröptum sjálfra sín, en byggja sem
minnst á aðstoð annara. Ivvein og kvartanir um eymd
inanna og volæði vildi hann eigi heyra; kvað hann það
karlmannlegra að bera harm sinn í hljóði, þar sem
eigi yrði við gjört, og að það væri eigi til annars, að