Andvari - 01.01.1880, Blaðsíða 56
50
Nokkur orð ura
með ífrosnum steinum nagað Qöllin, svo að þau fá ein-
kennilega lögun, líkt og t. d. fellin í Mosfellssveit.
Jarðfrœðingar haí'a með rannsóknum sínum komizt að því,
að á einu tímabili jarðarinnar hafa jöklar verið mikiu
víðar en nú; þá var bæði ísland, Norvegur og Svíþjóð
og mestur hluti Skotiands, Englands, J>ýzkalands og
Eússlands hulinn einum jökulfláka, líkt eins og Grœn-
land er nú allt nema útjaðrarnir. Frá þessum jökium
bárust jakar út á sjó; þeir vóru opt hlaðnir grjóti, og
fluttu það svo langa vegu. £>á uxu eigi önnur grös í
þeim hluta Evrópu, er eigi vari ísi þakinn, en þau, er
nú eru í heimsskautalöndunum, t. d. rjúpnalauf, jíjall-
drapi, grasvíðir o. fl., eins og sjá má af mýrarannsóknum
Steenstrups, prófessors í Danmörku, ogNathorsts í
Svíþjóð; dýr vóru þar lielzt hvítabirnir, hreindýr, reflr
og elgir. Merki þessarar ís-aldar má sjá um öll norð-
urlönd, England og J>ýzkaland, Sviss og Kússland;
jökulrákir finnast hvarvetna á klettunum, og stór laus
björg af sams konar grjóti, sem nú er í Norvegi, sjást
á víð og dreif suður um alla Mið-Evrópu; það hefir
ísinn allt borið. í Danmörku og á Skáni er yfirborð jarðar
mestallt eigi samsett af öðru en muldu grjóti og hnull-
ungum, er jöklarnir í Norvegi og Svíþjóð hafa ekið
þangað, er lægst var landið. Yfir ísland hefir þessi
ísöld gengið eins og önnur lönd, og sjást þess alstaðar
merki; holtin hjá oss eru nærri öll mynduð af jöklum,
og víða sjást niðri við sjó öiduvaxnir hryggir (morænur),
sem eru alveg eins lagaðir og jökulöldurnur uppi í land-
inu. Eyrin, sem ísafjarðarkaupstaður stendur á, Skutuls-
fjarðareyri, er t. d. ekki annað en einn slíkur hryggur;
á ísöldinni hefir jökullinn náð út í dalinn, mulið úr
klettunum og myndað tangann; sama á sjer stað við
Dýrafjörð, og víðar á vesturlandi. Mörg af hinum svo
nefndu Grettjf-tökum eru eigi annað en björg, sem ís
hefur bráðnað undan, og þau svo lent ofan á minni