Andvari - 01.01.1880, Blaðsíða 107
jarðfrœði.
101
haugunum og nýleg, svo að ofan á þau hefir safnazt, strax,
en sumstaðar eru þau hvít og skinin, oins og þau hafi
verið undir beru lopti um tíma, áður en aptur fór að
hrúgast ofan á þau. Að öllum líkindum hafa menn þá
ekkert tamið dýr haft annað en hundinn. Slíkir sorp-
haugar finnast mjög víða, og íbúarnir á Eldlandi lifa
enn þá mjög svipað og menn gjörðu á þeim tímum í
Evrópu. — Sumstaðar hafa menn fundið heilar verk-
smiðjur, þar sem tinnuvopn hafa verið smíðuð, og í
Beigíu hafa fundizt í krítarlögum fullkomnar námur
með mörgum göngum og brunnum, þar sem grafið hefir
verið eptir tinnu. — Á seinni hluta steinaldarinnar
urðu framfarirnar við reynsluna smátt og smátt meiri,
mönnum fór mjög fram í því, að gjöra henfcug vopn og
verkfœri og fægja þau fagurlega á ýmsan hátt; þá vóru
byggðir úr grjótbjörgum haugar, stórkostlegir grafreitir
og híbýli fyrir dauða menn og reistir stórir bautasteinar,
er finnast mjög víða. í Sviss og á fleirum stöðum hafa
menn fundið í vötnum leifar af stólpabýlum, líkum
þeim, sem enn eru hafðar sumstaðar við sjó og vötn, t.
d. á Austur-Indlandi, og þar liafa menn fundið margt
merkilegt eptir landsbúa þar, bæði frá steinöldinni og
eiröldinni, og sýnir það mönnum, hvernig öllu hefir
hœgt og hœgt þokað á fram, hvernig menn hafa fengið
íleiri og fleiri tamin dýr, lært að gjöra sjer klæði úr
vefnaði, og sá og upp skera sjer til viðurværis. Á seinni
tímum komast menn og nokkuð að, hvaðan rœktaðar
jurtategundir og tamin dýr hafa komið, með því að bera
nöfn þeirra saman á ýmsum tungum, og mállíkingar-
frœðjn (comparativ philologie) er þess utan (ásamt líkama-
skapnaði og siðum) mjög góð til þess, að sýna fram á
skyldleika milli þjóðanna og ferðir þeirra fyrir sögutímann.
Eptir steinöldina kom eiröldin (bronzeöldin); fyrst höfðu
menn sumstaðar hreinan kopar (einkum í Ameríku) en