Andvari - 01.01.1880, Blaðsíða 10
4
Æfi
í rjettarbót þeirri, er konungur vildi veita þegnum sínum.
Baldvin Einarsson ritaði þá um það fyrstur manna, bæði
á dönsku og íslenzku, að nauðsynlegt væri, að íslendingar
hefðu sjerstakt þing; fjellust þeir á það, Moltke greiíi
og Finnur Magnússson, er konungur hafði kvatt' til að
vera fyrir íslands hönd í nefnd þeirri, er uudirbjó þing-
lögiu, og svo aðrir hiuir vitrustu menn; eigi að síður
var svo ákveðið, að fyrir hönd íslands og Færeyja skyldu
á fulltrúaþinginu í Hróarskeldu sitja 3 menn, er kon-
ungur kysi, og undu íslendingar illa við þau málalok.
Gengust þeir þá fyrir því, Bjarni amtmaður Thórarensen
og Páll Melsteð, er síðar varð amtmaður, að konungi
vóru árið 1837 sendar bœnarskrár um þing í landinu
sjálfu, og höfðu flestir heldri menn skrifað undir þær.
Varð sá árangur af því, að ýmsir embættismenn vóru
kvaddir í nefnd, er koma skyldi samau annaðhvort ár
í Reykjavík. Nefnd þessi kom Saman 1839, og fór hún
því hinu sama fram, að íslendingar fengju fulltrúaþing
í landinu sjálfu, og þannig stóð, þá er Friðrik konungur
sjötti dó.
Alþýða manna á íslandi hafði fram að þessum tíma
veitt almennum málum litla eptirtekt; óánœgja var að
vísu nokkur yfir böndum þeim, er lágu á verzluninni og
einræði yfirvalda, en hún lýsti sjer eigi í öðru, en kurr
til einstakra manna; þótti almenningi gaman að því,
að um þetta væri farið þeim orðum, er honum líkaði,
en á hinn bóginn óttaðist hann nýjungar allar, að þær
mundu hafa ofmikla fyrirhöfn eða kostnað í för með
sjer. Nokkurir hinna heldri manna liöfðu aptur á móti
hug á ýmsu því, er til framfara horfði, en bæði vóru
skoðanir þeirra orðnar úreltar, og þá vantaði lag til að
vinna fylgi almennings, enda aptraði það þeim frá,
að fylgja máli sínu til hlítar, að þeir vóru stjórninni
háðir.'
Baldvin fiinarsson hafði komið því til leiðar, að