Andvari - 01.01.1880, Side 103
jarðí'rœðí.
97
S(ím rispum á klettum, á grjóti og möl, sem þeir oða
ísjakar hafa borið langar leiðir o. s. frv. Eptir rann-
sóknum ýmsra jarðfrœðinga, Torells, Hellands, Geikie’s,
Itamsay’s o. fi., náði einn stór ísfláki eða jökulbreiða
yfir Norveg, Svíþjóð, Skotland, England, Holland, suður
á mitt pýzkaland og yfir mikinn hluta ltússlands og
Pólene; jökullinn fyllti allt Eystrasalt og rakaði með
ejer ótrúlega miklu grjóti og aur norðan úr fjöllum
Skandínavíu og Finnlands, og fœrði það suður eptir;
jökullinn reif upp liin eldri linari jarðlög landanna, er
undir honum vóru, fœrði þau rir stað og muldi þau;
þannig bera krítarlög Danmerkur þess sýnilega merki; í
Möens Klint og Kíigen eru þau beygð og bogin á ýmsan
liátt af ísþunganum. Grjótleifar þær, sem borizt hafa suður
frá Norvegi og Svíþjóð, eru ótrúlega miklar, aur og
sandlögin á Sjálandi eru t. d. hjá Slagelse 402 fet á
þykkt. Öll þau lönd, er ísinn náði yfir, eru þakin af
þykkum jarðlögum frá þeim tíma, og í þeim eru þekkj-
anlegar bergtegundir frá Svíþjóð og Norvegi. Amund
Helland hefir reiknað út, að jarðlög þessi frá ístímanum
eru meir en nóg til þess að fylla alla dali, vötn og
firði í löndum þeim, sem þau eru frá komin, og hann
heldur, að dalirnir og firðirnir sjeu myndaðir af afli íssins.
Mcnn sjá það af skeljum og öðrum dýraleifum, að Norvegur
og Svíþjóð hafa í lok þessarar ísaldar legið 600 fetum
lægra en nú. Skotland lá 500 og Wales 1200 fetum
lægra. fessi mikli isfláki og jöklar, er huldu svo stór
lönd, verða að hafa haft stórkostleg áhrif á dýra- og
jurtalífið. pau dýr, er þurftu mikinn hita, til þess að
halda lífi, dóu smátt og smátt út oða fiuttust suður á
bóginn fyrir kuldanum, en dýra- og jurtalífið varð, þar
sem annars snjólaus blettur var, eins og það nú er í
póllöndunum, norrœn grös uxu víða, t. d. fjalldrapi,
rjúpnalauf, ljónslappi, fura og birki. Elgsdýr vóru
miklu almennari en nú, og gemsur, steingeitur og
Audvari. 7