Andvari - 01.01.1880, Blaðsíða 88
82
Nokkur orð um
jarðargróður, og loptslag svo heitt, að þá hefir verið hjer
um bil 20° C. meðalhiti árlega, eptir því sem hinn
ágæti náttúrufrœðingur Oswalfi Heer hefir sjeð á
jurta-leifunum. Sumstaðar í míocenelögunum finnast
stór saltlög, t. d. við hinar nafnkunnu námur í Wieliczka
í Gallicíu.
Af því að það er ætluu flestra jarðfrœðinga og allt
benilir til þess, sem menn þekkja, að hiu elztu sýnilegu
jarðlög íslands sjeu frá míocene, þá skulum vjer skjóta
hjer inu fáeinum orðum um jarðfrœði Islands.
fað er mjög torvelt, að ákveða aldur þeirra jarð-
laga, sem á íslandi eru, sökum þess að steingjörvingar
finnast þar mjög óvíða. ísland er að mestu samsett af
eldbrunnum steinum, er smátt og smátt liafa hlaðizt
upp. þ>að er samsett af ótal lögum af móbergi (túff),
blágrýti (basalt, trapp, stuðlaberg) og hraunum, og
svo af jarðlögum, seinna mynduðum af ágangi vatns
og íss. — í fljótu bragði sýnast þær bergtegundir, er
mynda ísland, vera mjög fáar og fábreytilegar; en
þegar betur er að gáð, má sjá, að þær eru ótal mjög
líkar hver annari, en þó ekki alveg eins; þær mynda
tröppustig eptir efnasamsetningu sinni og mynduu, svo
að það verður að taka yztu liðina eða þá algengustu og
gefa þeim sjerstök nöfn, og svo reyna, að heimfœra þar
undir allar tegundir þar á milli, til þess að geta fengið
nokkuð yfirlit yfir þær. |>að er því oigi auðvelt fyrir
alþýðu, að skilja í þessu, þegar að eins er farið eptir
efnasamsetningunni, en lítið tekið tillit til ytri myndunar,
og hjá sjálfum jarðfrœðingunum er skipting þessara
bergtegunda niður í flokka mjög óglögg. Eldbrunnum
bergtegundum er vanálega skipt eptir því, hve mikið er
í þeim af kísilsýru og eptir þeim "feldspath»-tegundum
sem í þeim eru. í steinaríkinu er stór liokkur, er
kallast feldspaths-flokkur, og honum er skipt eptir
efnasamsetningu sinni í kalí- natron- og kalkfeldspöth