Andvari - 01.01.1880, Blaðsíða 174
168
Uin aldatal
hafa safnazt fyrir ragnarök; því ef menn telja nú á þann
hátt, sem elztr er og hér á að eins við, það er að segja
eptir tírœðum hundruðum, en ei stórum, þá kemr
einmilt fram talan 432,000. Svo mikill einherja
her átti ]wí að fylgja Óðni og hinum goðunum til hitis
síðasta bardaga við Fenrisúlf, og Miðgarðsonn með Loka.
J>etta er því merkilegra, sem talan kemr enn fram í
hinum fornu kvæðum, er Heiðrekssaga er á byggð, þó það
sé þar nokkuð óljósara, af því afbakað er í handritunum.
En ef rétt er lesið og skilið, þá á vísan, þar sem Húna
her er talinn, að hljóða svona:
«Sextíu eru seggja fylki,
í fylki hvérju flmm þúsundir,
í þúsund hverri þrettán hundruð,
í hundraði hverju halir fjórtaldir».
Sighvatr skáld hefir á einum stað í kvæðum sínum
(í Bersöglisvísum) orðið »hal» um flokk1), og að því
sem eg get næst komizt, einmitt um 30 manna flokk.
') Sv. Egilsson hefir gleymt að gæta þcssa í orðabók sinni
vfir skáldamálið. Orð hins ágæta Sighvats, er vér íslend-
ingar, og segja má aliar Norðrlandaþjóðir, eigum svo margt
og núkið að þakka ei síðr enn Ara fróða, eru þessi:
«Varat á hal, með hjörvi,
hlið, þar ek stóð í miðjum,
hrœsinn skal með hrísi,
hans flokki, lið þjokka».
Eg veit vel að hér rná skilja dálítið öðru vísi, ef menn
sem sum handrit gera, sleppa «á» fyrir framan «hal>. En
það fer bæði ver, og fornkvæöið i lleiðreks sögu bendir 1 il
hins. Menn höfðu mörg fiokkanöfn, og hundrað var t. a.
m. einu sinni að eins haft um 60, sem enn í engilsaxnesku
«hund>. Kemr þetta enn fyrir í fornlögum norðmanna, þar
sem svo segir að «fé hyndisk* er 60 cru komnir (sbr.
Norges Gl. Love 1, bis. 23), og þaðan er það og komið, að
tíundartal vort hefst af 60, en ei fyrst af 120.