Andvari - 01.01.1880, Blaðsíða 100
94
Nokkur orð um
til á þeirra sögutíira. — Hcllabjörninn (ursus spelœus),
er lifði um sama leyti. var töluvert stœrri en svartir
birnir nú á tímum; hann beiir búið í hellum og
glufum fjalla, og þar finnst, giúi af beinum þessara
dýra, bæði í Sviss, Frakklandi og víðar; björn þessi var
yfir höfuð að tala mjög líkur þeim, er nú lifa. 1 hellum
lifði þá og Ijóntegund ein (felis spelœus); eptir sögu
Heródóts hafa Ijón fyrrum verið í pessalíu, því að þau
rjeðust á úlfalda í her Xerxesar, er hann fór herferð
sína til Grikklands. Hýenur (hyæna spelœa) vóru þá til
í Evrópu, og nykrar mjög líkir þeim, er nú lifa, nas-
hyrningar, margar uxategundir, moskusuxar og vísundar
(bison priscus), er hafa að sköpulagi staðið mitt á milli
Ameríku- og Evrópu-tcgunda þeirra er nú lifa. Eitt
af hinum merkustu dýrum frá þeim tíma er hinn stóri
írski hjörtur (megaceros hibernicus), sem var 10 fetahár;
milli yztu broddanna á hornunum vóru 11 fet; beiti
hans hafa fundizt mest á írlandi á botni dýja, auk þess
hjer og hvar um þýzkaland, Danmörku, Frakkland og
Ítalíu. Hestar fundust víða og hreindýrabein finnast
og í þessum lögum. Öll þessi dýr hafa nát.túrlega eigi
verið samtíða, en útbreiðsla þeirra hefir breytzt eptir
meiri og minni hita landanna. Hreindýr eru nú eigi
til annars staðar en í póllöndunutn. Mörg af beinutn
þessara dýra finnast í hellum; þangað hafa dýrabeinin
ýmist borizt af vatnsílóðum og umbyltingum,
ýmist liafa dýrin haft hellana fyrir bústaði. Hellar
þessir eru sumir komnir fram við vatnsrennsl í jörð-
inni, sumir við jarðskjálfta o. s. frv. í gegnutn veggi
og lopt flestra þessara hella síast vatn, tuett að kolsútu
kalki, og eptir vatnsdropana, er niður falla, myndast
skorpa með margs konar typpum á gólfinu; stundum
skilst kalkið frá, áður en dropinn fellur, og þá myndast
alls konar skringilegir drönglar, súlur og stólpar (sta-
lagmítinn og stalaktítinn), en frá því höfum vjer fvrr