Andvari - 01.01.1880, Blaðsíða 138
132
Norðurferðir
höfðu verið send til þess að leita að þeim um sumarið,
annað laskaðist á leiðinni, en hitt sneri aptur, er til
þeirra frjettist. í Japan var þeim sýndur hinn mesti
sómi og margar veizlur gjörðar í móti þeim. Á ferð
sinni suður eptir sáu þeir margt nýstárlegt, ný lönd og
nýjar þjóðir, og það stakk í stúfinn, að sjá fegurð og
frjóvsemi heitu landanna, eptir að hafa verið hálft annað
ár innan um eintóman ís og snjó. Hjer yrði oflangt að
segja frá ferð þeirra fyrir austan og sunnan Asíu, enda
kemur það eigi þessu efni við. Vega fór frá Japan til
Hongkong, þaðan til Síngapúr, þaðan til Ceylon og svo
um Indlandshaf og Persafióa inn í Rauðahaf, og svo
um Súezskurð inn í Miðjarðarhaf. Alstaðar var þeiro
tekið með fögnuði og hátíðahaldi er þeir komu. Hinn
12. febrúar 1880 komu þeir til Neapel á Ítalíu, ótal
bátar reru á móti Vega skreyttir marglitum blómum og
veifum og fagnaðarópin ætluðu aldrei enda að taka; í
landi vóru skipverjum veittar stórveizlur og allur sómi
sýndur. Frá Ítalíu fara fiestir vísindamennirnir landveg
yfir Evrópu til Kaupmannahafnar, en Nordenskiöld og
Palander á Vega vestur um og hitta fjelaga sína í
Kaupmannahöfn í miðjum aprílmánuði. í Svíþjóð verður
tekið á móti þeim með stórkostlegu hátíðahaldi, enda
er engin furða, þó Svíar fagni þessum löndum sínum,
er hafa unnið mannkyninu mikið gagn, og gjört ættjörð-
unni ævaranda sóma. (Ritað í öndv. marzm. 1880).
Atlmgagr. það er að þakka góðfýsi forstöðnmanna liins
konunglega landfrœðingafjelags hjer í Khöfn (kgl. dansk geogra-
phisk selskab), að grein þessari fylgir uppdráttur af norðuijaðri
Asíu m. m., þar sem sjá má greinilega hina frœgu sigling
Nordenskiölds norðan um Asíu. það lánaði þvfjelagiuu uppdrátt-
inn til prentunar, og tók ekkert fyrir lánið; og var skrifari
fjelagsins, herra prófessor Edv. Erslev, frumkvöðull þess. Að
málið á uppdrættinum er danska, mun naumast verða nokkurum
lesanda Andvara að baga eða óþægindum; öðru varð eigi við
koinið, er uppdrátturinn var að eins ljeður og varð því að skila
honum jafngóðum aptur eptir prentunina.