Andvari - 01.01.1880, Blaðsíða 24
18
Æfi
tolla áMand, eins og því sýndist; vald og verksvið al-
þingis var ákveðið að verða skyldi, líkt og hinna œðri
sveitarstjórna í Danmörkn og eptir þessu var annað.
Enn fremur skýrði konungsfulltrúi frá, að eigi væri til
neins, að gjöra verulegar breytingar við frumvarp þetta,
því að þær mundu eigi verða teknar til neinna greina.
Hefðu íslendingar sætt sig við frumvarp þetta, þá liefði
verið útsjeð um öll þjóðleg rjettindi þeirra. Sá kostnað-
arsami rjettur Islendiuga, að mega senda menn til
ríkisþingsins, mundi eigi hafa getað orðið þeim að miklu
gagni, því að við kosninguna hefði mest orðið að fara
eptir því, að fulltrúarnir gætu talað vel dönsku, og gætu
haft aðsetur í Kaupmannahöfn. |>að liefði verið eins og
teningakast, hvernig málin hefðu farið við atkvæði
manna, er öllu vóru ókunnugir, og enginn getur leitt
getum um, hversu miklar álögur kynnu að liafa orðið
lagðar á landið; en ef marka skyldi af því, sem áður
hafði verið, þá var það kvíðvænlegt. En nefndin, er sett
var í málið, hafnaði algjörlega frumvarpi stjórnarinnar,
og bjó til nýtt frumvarp, er byggðist á skoðunum þeim,
sem Jón hafði áður haldið fram, og var hann kosinn
framsögumaður í málinu. Og er konungsfulltrúi sá, hvað
verða vildi, vildi hann með engu móti, að málið kœmi
til umrœðu. 9. ágúst var fundur haldinn í síðasta
sinni; Ijetu liðsmennirnir dönsku þá meira á sjer bera,
en venja var til, til að ógna fundarmönnuml). Kon-
ungsfulltrúi hjelt rœðu í byrjun fundarins, og átaldi
harðlega fundinn og nefndina; sagði hann, að álit
nefndarinnar væri svo, að fundurinn hefði enga heimild
') Trampe hafði óskað þess, að fá heilan flokk hermanna, en
hann fjekk að eins rúrna 20 menn, og vóru þeir í Reykjavík
þangað til vorið eptir. Kostnaðurinn við þetta var rúmar
18,000 kr., er greiddar vóru úr ríkissjóði; höfðu nokkurir
ríkisþingsmenn þó umyrði um, og kváðu stjórnina lmfa ill^a
farið að ráði sínu í þessu efni.