Andvari - 01.01.1880, Blaðsíða 23
Jóns SigurðsEonar.
17
um stjórnarfyrirkomulag landsins; og biðu menn hans
með mikilli eptirvæntingu. Eigi var laust við, að lands-
mönnum væri nokkuð órótt um þessar mundir, og þótti
Trampe stiptamtmanni varlegra, að fá hermenn danska
til líeykjavíkur fyrir þjóðfundinn, Jón sendi um þetta
levti (1850) ávarp til íslendinga, og er það sýnishorn
þess, hvernig honum fóru orð, er hann hvatti menn
til að fylgja málum sínum, og hve laus hann var við
óskynsamlegar œsingar. Einn kafli úr því er þannig:
«Bindið nú þjóðlegt samband um allt land. Fundi
«og umrœður um alþjóðleg efni mun enginn geta bannað
«yður með rjettu, en gætið þess, að hafa alla meðferð
«yðar á fundum sem reglulegasta og sem sómasamlegasta
«í alla staði. Farið eigi í launkofa með það, sem allir
«mega og eiga að vita; hafið og heldur eigi annað fyrir
«stafni, en opinbert má verða. Látið hvergi eggjast til
«að fara lengra eða skemmra, en skynsamlegt er, og
«sœmir gætnum og þó einörðum mönnum. Látið á
«engan hátteggjasttilað sýnaembættismönnum yðrum van-
«virðu, eða ótilhlýðiiegan mótþróa; minnizt þess, að embætt-
nismonn eru settir til að gæta laganna, og þegar þeír koma
«fram í laganna nafni, þá óvirðirsálögin, sem óvirðir þá, en
«með lögum skal land byggja en með ólögum eyða. Leitizt
«við sem mest, hver í sinn stað, að útbreiða og festa meðal
«y ðar þj óðlegt samheldi,þj óðlegasky nsemd og þj óðlega reglu».
Stjórninni þóttu kosningarnar til þjóðfundarins
takast álitlega, er meiri hluti hinna þjóðkjörnu manna
var embættisinenn, og var fundinum stefnt saman
snemma í júlímánuði 1851. Frumvarp það um stjórnar-
fyrirkomulag landsins, er lagt var fyrir þjóðfundinn,
bótti fundarmönnum eigi álitlegt; var þar yfir höfuð
farið fram á fullkomna innlimun, svo sem ísland væri
hjerað í Danmörku. íslendingar áttu að eiga 6 fulltrúa
á ríkisþinginu, en það átti aptur að ráða úrslitum allra
hinna þýðingarmestu mála, og hafa rjett til að leggja
Andvari. 9