Andvari - 01.01.1880, Blaðsíða 156
150
Uin aldatal
Eratosþenes í Alexandríu böfðu jafnvel endrbœtt
hana, svo að nota mátti með töluverðri nákvæmni, en
nítj ánáraöldi n (enneadekaeteris) var þó miklu
áreiðanlegri. Hún er kennd við Meton, sem áðr er
getið, grískan mann í Aþenuborg, er með ráði yfirvald-
anna þar fyrst leiðrétti ártalið eptir henni, hér um bil 432
árum f. Kr., og reiknaði á þann bátt fyrirfram ártalsskrá
um svo margra ára tíma, er síðan var endrnýjuð og
auglýst á steintöflum eða spjöldum á almennum torgum1).
Meton hafði haldið, að sín ártalsskrá mundi æ verða
rétt, en það reyndist þó ei, því bann hafði talið sól-
arárið vel skammt, og bætti Kallippos fyrst úr því
hundrað árum seinna, er hann bjó til nýja ártalsskrá urn
19 X 4 eða 76 ára tímabil, sem síðan er við bann
kennt og kallað Kallipposöld. Taldi hann í sólar-
árinu 365b'4 dags, en Meton bafði talið ‘/70 dags meira,
og bætti nú Kallippos úr því, með því á sinni öld að
feíla úr einn dag. Var þetta tunglalda-tal síðan að
mostu viðbaft í öllum þeim löndum, er grísk menntun
náði yfir, og einkum í Alexandríu á Egyptalandi, þar
sem hinir fyrstu grísku konungar skömmu eptir daga
Alexanders höfðu stofnað liina miklu frœðastofnun,
múseið, er flest menntun síðan safnaðist að og hélzt
lengi við. Frá Alexandríu fékk Jul. Cæsar þann tal-
frœðing, Sósígenes, er var honum mest hjálplegr með
Um hann er það og sagt, að hann hafi lifað síðustu ár sín
á fjalli einu «til þess æ að hafa stjörnuhimininn fyrir
augum sér>. En meðan hann var á Egyptalandi vildi það
einu sinni til, að uxinn Apis sleikti um feld lians, og kváðu
goðar í Heliopolis það merkja, að hann mundi verða frægr
maðr, en ei langlífr [sem Osiris og Baldr).
’) Slíkar skrár kölluðu Qrikkir því ‘parapegma’, þ. e. «upp-
slag», og eru enn til tvær slíkar, þó ci svo fornar sem
Metons, önnur kennd við Gemínos en hin við Ptólemæos.