Draupnir - 20.05.1892, Qupperneq 24
20
ín frá Görðum, og þessi fagri morgun var sannar-
lega kjörinn til þess að vekja mannanna beztu
:krapta til lífs og tilveru. það var rjett eins og
allt umhverfis hefði augu og eyru, mál og rænu,
■og inndrykki hvern andardrátt, orð og atvik; þá
finnur mannshjartað sig snortið af einhverju, svo
fögru, svo hátíðlegu, að tungan erómáttug að lýsa því.
Einungis djúpt andvarp er allt, sem þeirri rósetni
■er fórnað. -En eitt andvarp getur inuilukt. mikið.
;Staðarmenn voru enn í fasta svefni. Jón |>or-
kelsson sat' með bók sína og las undir inni í svefu-
skálanum. Eaðir hans var dáinn ári siðar en
Brynjólfur biskup, og studdu hann nú mestmegnis
til námsins frændur hans og vinir, en hann setti
það ekki fyrir sig. Lífsins mikli leikvöllur stóð op-
inn fyrir honum, og hann ásetti sjer að keppa að
svo álitlegu hlutskipti, sem framast væri á boðstól-
fum. Og nú var einn keppileikurinn að byrja. Hanu
las hátt latínuna upp úr bókinni, en hinir voru
setztir annarstaðar með sínar bækur. Hann þuldi
og þuldi, leit þá út um gluggann, og sá, að þórdís,
Jóns dóttir Vigfússonar á Leirá, gekk til og frá fyrif
ofan gömlu baðstofuna, og var stúrin á yfirbragð.
•Veslings |>órdís!« mælti Jón. »Hún tekur sjer of
nærri erjur föður síns, svo ung sem hún er. Eaðit
minn hvílir í gröfinni. Gröfin er ekki hið sárasta*.
Tók hann þá aptur að lesa af kappi. Gagnvar*1
honum hvíldi í rúmi sínu Árni Magnússon. Jóu
hugsaði, að hann væri í djúpum svefni; en hann tók
ekki eptir því, að þegar hann var að lesa og líta
út um gluggann, hvíldu hin svörtu tindrandi augu
Árna á honum með athugalli hnýsni. Jón lei*