Draupnir - 20.05.1892, Page 103
99
Karlmenn eru starblindir í sínum eigin ástamálum.
J>eir telja sjálfum sjer trú um, að þeir elski konur.
En raunar eru það jarðirnar og lausu aurarnir,
sem festa sig við hjartað í þeim, og svo hangir
konu skepnan aptan í svo sem annað nauðsynlegt
inventarium«.
Hún stóð þá upp og horfði fast framan í hanti
með glettnisbrosi, svo að spjekopparnir urðu svo.
djúpir, að honum flaug í hug, að stinga fingrunuin
í þá, til þess að stilla á henni málbeinið, og hann
sagði í hjarta sínu: »|>vílíkt flagð! jpað er éngin
furða, þótt hún sje búin að leggja biskupinn £
rúmið. — Og þó svo töfrandi — og ófríð«. —
»Jeg hefi hitt fyrir veikan streng í hjarta yðar,
prófastur minn! En við erum vön að gaspra
saman í sakleysi. f>jer virðið mjer það ekki til
meins«.
Hún klappaði hlæjandi á herðarnar á honum og
Eetlaði út. Hann gekk fyrir dyrnar, og reyndi
líka að sýnast glaðlegur í bragði, en gat það ekki,
og sagði: »Jeg spái því, húsfrú góð! að þjer eigið
optir að prófa afl ástarinnar!«
»Jeg að eiga það eptir?« hvað hún og hló hjart-
anlega, því að nú þóttist hún hafa hefnt sín.
'Jeg spái því þá líka, að þjer eigið það enn þá
optir«, og hún lagði einkennilega áherzlu á síðustu
°rðin, og sveif að því búnu svo sem fjötraður
engill út úr dyrunum, og hempufaldurinn slóst um
fætur prófasti, í þvi er hún gekk út.
Björn prófastur renndi á eptir henni grömum
augum og skellti hurðinni í lás, svo að hrikti í
5*