Prestafélagsritið - 01.01.1920, Qupperneq 24
Prestafélagsritið.
Jón Vídalín.
19
mentunum o. fl. í siðari jóladags-prédikuninni út af um-
talsefninu »guð er orðinn maður«, með upphafi Jóhannesar-
guðspjalls að texta, leiðist hann næsta eðlilega út í jafn-
vel háspekilegar hugleiðingar um leyndardóm holdtekj-
unnar. Honum er Atanasiusar-játningin ofarlega í huga
er hann þar talar um það, hversu við holdtekjuna guð-
dómurinn hafi ekki umbreyzt í manndóm, heldur hafi
guðs sonur og sjálfur guð manndómlega náttúru upp á
sig tekið, — að hann hafi manndóminn tekið í samfélag
og einingu sinnar guðdómlegu persónu. Eins og sál og
líkami verða að einni persónu, svo hafi og tvær náttúrur
í Kristó orðið einn guð og maður, er hann hold og blóð
upp á sig tók. Hann rekur þær ritningargreinir, sem kirkj-
an sérstaklega á hans timum studdi með kenninguna um
guðdóm Krists og segir: »Mundi nú öllu þessu vera spáð
um Jesúm eður hann nefndur því nafni (»guð«, »guðs-
sonur«), sem guði einum er eiginlegt og engum öðrum
má án syndar tilleggja, nema hann væri einnar veru með
guði föður og honum samjafn að öllu?« Og þó þegar allir
þræðir útleggingarinnar renna saman í hendi hans, þá
verður niðurstaðan þessi raunhæfa útskýring á guðdómi
Krists, að hann sé »í þui fólginn að i holdi Krists hafi
guðdómurinn svo opinberað sig, að menn hafi játað og þekt,
að guð hafi i honum búið«. — í páskadagsprédikuninni er
Vídalin og ærið trúfræðilegur. Þó fer hann sama sem
ekkert út í sjálfa staðreynd upprisunnar — hvernig slikt
undur hafi getað átt sér stað, heldur beinir máli sínu i
raunhæfa ált, »hvernig oss byrji með Kristó að ganga í
endurnýungu lífsins«. — Sama er um hvítasunnudaga-
ræðurnar, en þar er merkilega lítið talað beint um heil-
agan anda og ekki með einu orði vikið að útskýringum
á eðli lians og starfi. í binni miklu og fögru langafrjá-
dagsprédikun eru »þau sérlegu furðuverk sem að skeðu í
pínu vors endurlausnara« umtalsefnið; en þar er miklu
meira rætt um guðdómlega tign hans, sem þar er deyddur,
en um hin eiginlegu áhrif dauða Jesú og það, hvers vegna