Prestafélagsritið - 01.01.1920, Page 48
Prestafélagsritið.
Jón Vídalín.
43
BROT ÚR LÍKRÆÐU YFIR JÖNI BISKUPI VÍDALÍN.
Magister Jóns Porkelssonar Widalin, fyrrum biskups yfir Skál-
hollssiifli, œttartala og œfisaga, samantekin og upp-
ledn við hans jarðar/ör i Skállioltsdómkirkju þ.
6Í2 Septembris anno 1720 af séra Jóhanni
Pórðarsyni prófasti i Arnessýslu
og presti á Laugardœlum.
Prentað eftir handriti í minni eign, með hendi Porsteins Hall-
dórssonar í Skarfanesi á Landi (f 5. jan. 1818, 78 ára), er var
merkur fræðimaður og skilgóður. í handriti þessu, sem er alls
170 bls. i arkarbroti, er ýmiskonar fróðleikur (ættatölur, æft-
sögur einstakra manna m. fl.) alt ritað á árunum 1792—1796.
Pykir mér sennilegast, að Porsteinn hafi liaft undir höndum
líkræðu séra Jóhanns yflr biskupi í heilu lagi, ef til vill frum-
ritið sjálft, en slept öllum meginþættinum, öllum hinum venju-
lega guðsorðalestri og ritningarstaða tilvitnunum, tekið að eins
æflsögukaflann, sem helzt var eitthvað á að græða. Pekkist nú
ekkert úr líkræðu þessari nema brot þetta (æfisöguþátturinn),
sem hvergi finst annarstaðar en i þessari afskrift Porsteins í
handriti mínu. Séra Jóhann Pórðarson (f 1738, 83 ára) var
merkisklerkur og lærður maður, góðvinur biskups og prófastur
í Árnessýslu nær alla biskupstíð hans, eða frá 1703. Lýsing hans
á biskupi, þótt stutt sé, er því harla merk, það sem hún nær,
og kemur mjög heim við lýsingu séra Jóns Halldórssonar í
Hítardal, er einnig var nákunnugur biskup', en í sjálfum æfi-
söguatriðunum er frásögn séra Jóhanns að sumu leyti fyllri og
nákvæmari en frásögn séra Jóns og annara, sem síðar hafa ritað
um biskup. T. d. er þess ekki annarstaðar getið en hér, að
biskup hafi verið látinn byrja á latínulærdómi þegar á 7. aldurs-
ári, og eins er hér skýrt tekið fram, að hann hafi komið i Skál-
holtsskóla 1679 og útskrifazt 1682, en séra Jón Halldórsson,
Finnur biskup o. fl. nefna að eins 3 ára skólavist hans, en frekar
ekki, og virðast því ekki vita með vissu, hvenær hann hafi út-
skrifazt, en sumir setja ranpt ártal, 1684. Jón Porkelsson (Thor-
cillius) skólameistari er hinn eini, sem hér fer nákvæmlega rétt
með í æfisögu Jóns biskups (sbr. æfisögu J. P., Rvik 1910, I,
391—397). Pá er og fæðingardags og fæðingarárs barna biskups