Prestafélagsritið - 01.01.1920, Blaðsíða 117
Prestafélagsritið.
Barnahæli.
111
þroskun barnanna hin fyrstu æfiár þeirra, eða vegna sér-
staklega óheppilegs uppeldis og áhrifa fram eftir æfinni.
Ef vér litum á ástandið í kaupstöðum og kauptúnum
landsins, munum vér þar víða geta séð börn, sem hafa
mætt illri aðbúð, vegna fátæktar foreldranna og þekking-
arskorts, og eru þvi hálfgerðir aumingjar líkamlega, og
oftast andlegir krypplingar um leið. »Það er sorglegt«,
sagði ein góð og merk kona við mig, er við vorum að
tala um hóp af börnum fátækra foreldra, »að sjá öll þessi
börn verða að líkamlegum og andlegum beygjum, þegar
er þau fara af brjósti, hversu efnileg og skýr sem þau
virðast, meðan þau eru á fyrsta og öðru ári, eða meðan
þau geta lifað á móðurmjólkinni; og það víst eingöngu
af skorti og af vanþekkingu móðurinnar á að hlynna að
þeim«.
Heyrt hefi ég þessa sögu: Hjón ein höfðu eignast þrjú
eða fjögur börn, sem öll dóu á fyrsta ári; svo eignuðust
þau enn eitt barn, son, að mig minnir, og ljósmóðir þess
var gömul kona og greind, margra barna móðir. Áður
en hún yfirgaf sængurkonuna, sem þá var orðin fullfrísk,
sagði hún yið hana eitthvað á þessa leið: »Þessum dreng
skulum við nú lofa að lifa, góða mín, en til þess þarftu
að gæta að því, að gefa honum ekki súra mjólk; þvi
sennilega hafa hin börnin þín dáið af því, að aðhlynn-
ingin hefir ekki verið nógu góð«. — Eftir þetta mistu
þessi hjón ekkert barn, og varð þó fjölda barna auðið.
Móðurinni hafði sennilega aldrei komið það fyr til hugar,
að dauði barnanna gæti stafað af þvi, hvað þau fengju
að drekka.
Sjálfur þekki ég svipað dæmi; börnin hafa dáið á fyrsta
og öðru ári, vegna birðu- og þekkingarleysis móðurinnar,
að því er framast varð séð, og þó þótti þeirri móður
vænt um börnin sín.
Enn sé ég fyrir huga mér lióp barna, sem verða vör
við að faðir þeirra, og ef til vill móðir, taka í heimildar-
leysi eigur annara; hlusta á tal manna um að gott væri