Prestafélagsritið - 01.01.1920, Síða 118
112
Guðm. Einarsson:
Prestafélagsritið.
að geta klófest þetta eða hitt, svo þau halda að það sé
ein af listum mannanna, og það ekki sú lakasta, að geta
stolið og falið. Svo fara þessir aumingjar að stofna félag
með sér, til þess að reyna að stela, vilja verða eins dug-
legir og fullorðnu mennirnir. Þeim hepnast það nokkrum
sinnum, en að lokum fer svo, að þeir verða hneptir í
fangelsi, og framtíð sinni hafa þeir að miklu leyli fyrirgert.
Mörg dæmin þessu lík mætti nefna.
Gagnvart öllu þessu eru engin þau ákvæði til í löggjöf
lands vors, sem greinilega og ákveðið heimili nokkrum
manni að grípa hér inn í, því foreldrarétturinn er svo hár
hér á landi, að það er jafnvel ekki hægt að bjarga börn-
um frá misþyrmingu foreldranna, hvað þá vanrækslu,
illri aðbúð og ljótum fyrirdæmum. Ég hefi tvisvar gert
tilraun til þess, með aðstoð laganna, að bæta úr kjörum
barna í prestakalli mínu, en í hvorugt skiftið sáu yfir-
völdin nein ráð til þess. í annað skiftið var í skóla hjá
mér drengur, sem gerði sig sekan í þjófnaði, og var því
vísað burtu úr skóla. Vildi ég þá koma lionum burtu úr
kauptúninu á gott sveitaheimili, en fósturfaðir hans, sem
hafði tekið drenginn að sér af sveit hans og lofað að
annast hann til 16 ára aldurs, neitaði að kosta hann ann-
arstaðar, en sveit drengsins sagði, að sér kæmi hann
ekkert við, fósturföður hans bæri að annast hann. Skrif-
aði ég þá, sem formaður skólanefndar, til yfirsljórnar
fræðslumálanna og spurðist fyrir um, hvað hægt væri að
gera í þessu máli. Fékk ég það svar, að ekkert væri hægt
að gera annaö, en láta kenna drengnum á kostnað fóstur-
föður hans. En þetta var í raun og veru það sama og
sagt hefði verið: Látlu drenginn bara eiga sig. Því fóstur-
faðirinn hvorki gat eða vildi borga. Og ég hlýddi, lét
drenginn bara eiga sig. — Síðan tók ég pilt þennan aftur í
skóla og hefi nú von um, að hann geti orðið nýtur maður,
þrátt fyrir alt og alt, því að það var mannsefni í honum að
upplagi, og hefði hann eflaust orðið vel hæfur starfskraftur